Sigurbergur leiðir fyrir lokadaginn

Spennan magnast fyrir lokadag meistaramóts GV en að loknum 54 holum er það Sigurbergur Sveinsson sem leiðir á samtals sjö höggum yfir pari. Fast á hæla hans fylgir Andri Erlingsson sem hefur slegið einu höggi meira. Manna best lék Lárus Garðar Long í dag en hann kom í hús á 71 höggi. Lokaráshóp morgundagsins mynda […]

Reykjavíkurflugvöllur áfram mikilvægur í sjúkraflugi

Á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær fór fram umræða um eldgos á Reykjanesskaga. Var það fyrsta mál á dagskrá fundarins. Í lok þeirrar umræðu lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi bókun: Þriðja eldgosið á Reykjanesskaga á jafnmörgum árum sýnir að nýtt gostímabil er hafið á svæðinu, sem gæti staðið öldum saman. Jarðfræðingar benda á að það […]

Áframhaldandi heilsuefling 65 ára og eldri

Vestmannaeyjabær og Janus – Heilsuefling hafa undirritað samning um áframhaldandi samstarf um heilsueflingar- og rannsóknarverkefnið „Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa”. Frá þessu er greint á vef Vestmannaeyjabæjar. Verkefnið er búið að vera starfsrækt í Vestmannaeyjum í um fjögur ár með góðum og jákvæðum árangri. Markmið þess er að stuðla að bættri […]

Söguganga í fótspor Tyrkjaránsmanna

Sunnudaginn 16. júlí nk. kl. 13 stendur Sögusetrið 1627 fyrir Tyrkjaránsgöngu og afhjúpun nýs söguskiltis.  Í ár eru liðin 396 ár frá Tyrkjaráninu illræmda þegar ránsmenn frá Alsír í Norður- Afríku gengu á land í Vestmannaeyjum, drápu, særðu, rupluðu og tóku til fanga liðlega helming íbúa Vestmannaeyja. Ræningjarnir fluttu hátt á þriðja hundrað Eyjamenn til Alsír og […]

Strandveiðimenn boða til mótmæla

Stjórn Landssambands strandveiðimanna skorar á matvælaráðherra að endurskoða ákvörðun sína um stöðvun strandveiða. Strandveiðimenn ætla að mótmæla í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti 6. júlí að ekki væri svigrúm til að bæta við veiðiheimildum til strandveiða eins og Landssamband smábátaeigenda fór fram á. Það þýðir að rúmlega sjö hundruð bátar hafa þurft […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.