Skarfur og lyngfeti í Surtsey

Hópur vísindamanna hélt út í Surtsey á dögunum sem verður 60 ára í nóvember. Vísindaferðir út í eynna eru árlegar en allt frá goslokum hefur eyjan verið undir vökulu auga vísindamanna. Bæði jarðfræðingar og vistfræðingar gerðu sínar rannsóknir út í eynni. Surtsey var friðlýst árið 1965 og frá árinu 2008 hefur hún verið á heimsminjaskrá UNESCO. […]

Kvíðinn var oft nánast áþreifanlegur

Séra Karl Sigurbjörnsson hóf prestsþjónustu sína í tvístruðum söfnuði sem bjó við mikla óvissu.  Segja má að Heimaeyjargosið hafi verið eldskírn fyrir séra Karl Sigurbjörnsson, síðar biskup Íslands, þegar hann ungur og óreyndur var settur í embætti prests í Vestmannaeyjaprestakalli í febrúar 1973. Söfnuðurinn sem hann átti að þjóna hafði tvístrast á einni nóttu. Sóknarbörnin […]

Fjölmennasta Skötumessan til þessa

Skötumessan í Garði var haldin að kvöldi 19. júlí. Um 500 gestir sóttu viðburðinn og ilmur af kæstri skötu, saltfiski og plokkfiski með tilheyrandi meðlæti fyllti íþróttahús Gerðaskóla. Í hópi gesta mátti sjá fjölda brottfluttra Vestmannaeyinga. Eyjamaðurinn Ásmundur Friðriksson alþingismaður var veislustjóri en hann er helsti frumkvöðull hinnar árlegu Skötumessu á sumri. Boðið var upp […]

Nýr strengur flytur rafmagn í byrjun næstu viku

Fram kemur á Facebook-síðu Landsnets að viðgerðarskipið Henry P Lading var í Vestmannaeyjahöfn í gær að undirbúa sig fyrir síðasta fasann í viðgerðinni. Ef allt gengur eftir mun Vestmannaeyjastrengur 3 flytja rafmagn til Eyja í byrjun næstu viku. Klippt var á gamla strenginn um helgina og hann í kjölfarið mældur í bak og fyrir og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.