Fram kemur á Facebook-síðu Landsnets að viðgerðarskipið Henry P Lading var í Vestmannaeyjahöfn í gær að undirbúa sig fyrir síðasta fasann í viðgerðinni. Ef allt gengur eftir mun Vestmannaeyjastrengur 3 flytja rafmagn til Eyja í byrjun næstu viku.
Klippt var á gamla strenginn um helgina og hann í kjölfarið mældur í bak og fyrir og komu mælingarnar vel út. Þær mælingar sem voru gerðar voru til að staðfesta að bilunin er í þeim hluta sem gert var ráð fyrir og verður skipt út.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst