Ætla að jafna aðgengi að sérfræðingum

Nýta mætti heimildir í lögum um Menntasjóð námsmanna til að veita tímabundnar ívilnanir við endurgreiðslu námslána í þeim tilgangi að fá fleiri sérfræðinga til starfa í heilbrigðisþjónustu, einkum í dreifðum byggðum þar sem er viðvarandi eða fyrirsjáanlegur skortur á fólki með tiltekna menntun. Þetta segir í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tillögum starfshóps […]

Vegalokanir eftir helgi

Búast má við vegalokunum að hluta til á Skansveg austan við gatnamót við Ægistgötu og Kirkjuveg í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ Að öllum líkindum hefjast vegalokanirnar frá og með mánudeginum 24. júlí 2023 og vara næstu daga. Vegalokanirnar koma til vegna lagningu jarðstrengs til Viðlagafjöru. Aðkoma að Eldfellshrauni verður áfram […]

Túristaspjall: „Lambið á Kránni það besta sem ég hef smakkað”

Þaulreyndur í fjallgöngum, Matthew Matis, 16 ára drengur frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, skaust framhjá blaðamanni niður Heimaklett sem rétt svo náði að stoppa hann af til að ná af honum tali. „Ég vissi að ég þyrfti að kíkja hingað upp strax þegar ég sá Klettinn og útsýnið var heldur betur þess virði. Það er hægt […]

Rifjaplötur hífðar í seiðastöð

Rifjaplötur voru hífðar í seiðastöð í síðustu viku. Plöturnar eru gólfið á þriðju hæð seiðastöðvarinnar og koma frá Einingarverksmiðjunni í Hafnarfirði. Þetta segir í færslu á fréttavef ILFS. Til verksins var fenginn stærsti krani landsins frá JÁ Verk og ÁB Lyftingum. Hver plata er 22 metrar að lengd og vegur 26 tonn. (meira…)

Enn bætast við hús á ljósleiðarakerfi Eyglóar

Íbúar eftirfarandi fjölbýlishúsa geta nú tengst á ljósleiðarakerfi Eyglóar: Foldahraun 37, 38, 39, 40, 41 Goðahraun 1 Eygló ehf. mun reka ljósleiðarann sjálfann sem er grunnstoð kerfisins en fjarskiptafélögin koma með þann búnað sem til þarf. Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja inn á kerfi Mílu og Tölvun ehf. í […]

ÍBV mætir Breiðablik

Einn leikur er í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag, föstudaginn 21. júlí. Þá mætir ÍBV liði Breiðabliks á Kópavogsvelli klukkan 18:00. Breiðablik situr í 3. sæti deildarinnar með 30 stig og Eyjamenn í því 8. með 17 stig. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.