Rifjaplötur voru hífðar í seiðastöð í síðustu viku. Plöturnar eru gólfið á þriðju hæð seiðastöðvarinnar og koma frá Einingarverksmiðjunni í Hafnarfirði. Þetta segir í færslu á fréttavef ILFS.
Til verksins var fenginn stærsti krani landsins frá JÁ Verk og ÁB Lyftingum. Hver plata er 22 metrar að lengd og vegur 26 tonn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst