Eitt af fjórum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins

Stebbi.isfelagjpg

Þann 14. júní samþykktu hluthafar Ísfélags Vestmannaeyja hf. sameiningu við Ramma hf. og breytingu á nafni félagsins í Ísfélag hf. Nú er rekstur félagsins á fjórum stöðum um landið; í Eyjum, á Þórshöfn, í Þorlákshöfn og á Siglufirði. „Nýja nafnið er stutt og laggott en við munum þó auðvitað tala um Ísfélagið hér eftir sem […]

Erika Ýr gengin til liðs við ÍBV

Eyjamærin Erika Ýr Ómarsdóttir hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild ÍBV, er fram kemur í tilkynningu hjá félaginu. Erika leggur stund á grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands og vinnur sem flugfreyja hjá Play í sumar. „Eriku þekkja flestir og erum við mjög ánægð með að hún hafi ákveðið að taka slaginn á næsta tímabili með okkur” segir […]

Nánast eingöngu karfi hjá Bergi

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði nánast fullfermi í Eyjum sl. sunnudag. Rætt var við Jón Valgeirsson skipstjóra og þá fyrst spurt út í samsetningu aflans á vef Síldarvinnslunnar. „Nú var það karfi, nánast ekkert nema karfi. Við byrjuðum á að veiða djúpkarfa í Grindavíkurdýpinu og síðan var haldið í Skerjadýpið þar sem fékkst grunnkarfi. Þar stoppuðum við stutt. […]

Meira afrek en að fara holu í höggi

Eyjapeyinn Jón Valgarð Gústafsson skellti sér í Albatrosklúbbinn um helgina þegar hann náði draumahögginu á 18. holu í Vestmannaeyjum. Hann notaði 5-járnið í höggið sem var af 180 metrum. Hann hefur aldrei farið holu í höggi og telur Albatros jafnvel vera merkilegra afrek. Jón lýsti högginu í samtali við vefinn kylfingur.is. „Þegar ég sló boltann […]

Gísli Sigurðsson sýnir á Café Milano í Skeifunni

Gísli Sigurðsson, sem fæddur er í Vestmannaeyjum árið 1931, hefur teiknað frá því hann man eftir sér og hélt sína fyrstu sýningu í gamla safnaðarhúsinu á Selfossi í kringum árið 1960. Hann kenndi við Gagnfræðiskóla Selfoss í 20 ár, FSu í 20 ár og ritstýrði Þjóðólfi í 20 ár. Frá þessu er greint á DFS.is, […]

Breki Óðinsson framlengir

Hinn tvítugi Eyjamaður, Breki Óðinsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild ÍBV er fram kemur í tilkynningu hjá félaginu. „Breki er sterkur hornamaður, fílhraustur og með risastórt ÍBV-hjarta og við erum einstaklega ánægð með að hann hafi framlengt samning sinn við Bandalagið!” segir í færslu á Facebook-síðu deildarinnar. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.