Framleiða hágæða vörur úr rækjuskel

Primex ehf. er íslenskt líftæknifyrirtæki á Siglufirði og nú dótturfélag Ísfélagsins. Það hóf framleiðslu árið 1999 með það að markmiði að nýta þá rækjuskel sem til féll hjá rækjuverksmiðjum landsins og áður hafði verið hent í sjóinn. Kítósan eru græðandi lífvirkar trefjar í vörum Primex sem unnar eru úr fjölsykrunni kítín sem má finna í […]
Ástand makríls svipað og á síðasta ári

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi þann 21. júlí. Í þessum 19 daga leiðangri Árna kringum landið voru teknar 43 togstöðvar og sigldar um 3250 sjómílur eða 6 þúsund km. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. Þetta kemur fram í frétt á vef Hafrannsóknarstofnunnar. […]
Jóna Björgvinsdóttir verður rekstrarstjóri HSU í Vestmannaeyjum

Jóna Björgvinsdóttir, skrifstofustjóri HSU í Vestmannaeyjum mun frá 1. september n.k. sinna starfi skrifstofu- og rekstrarstjóra HSU í Vestamannaeyjum og heyra beint undir forstjóra stofnunarinnar þetta kemur fram á heimasíðu HSU. Jóna hefur starfað hjá stofnuninni samfleytt frá árinu 2001 fyrst á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og svo Heilbrigðisstofnun Suðurlands frá sameiningu þessara stofnana. Jóna er viðurkenndur […]
176 manns á Barbie um helgina

Stórmyndirnar tvær Barbie og Oppenheimer voru frumsýndar hér á landi fyrir helgi. Kvikmyndaparið þénaði 35,7 milljónir króna hérlendis á þremur dögum en alls nam miðasala tæpum 43 milljónum króna sl. helgi sem gerir hana að tekjuhæstu kvikmyndahelgi sögunnar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndariðnaði. Það hefur […]