Jóna Björgvinsdóttir, skrifstofustjóri HSU í Vestmannaeyjum mun frá 1. september n.k. sinna starfi skrifstofu- og rekstrarstjóra HSU í Vestamannaeyjum og heyra beint undir forstjóra stofnunarinnar þetta kemur fram á heimasíðu HSU.
Jóna hefur starfað hjá stofnuninni samfleytt frá árinu 2001 fyrst á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og svo Heilbrigðisstofnun Suðurlands frá sameiningu þessara stofnana.
Jóna er viðurkenndur bókari og hefur jafnframt lokið framhaldsnámi frá Háskólanum á Bifröst.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst