Súlurnar komnar upp – Myndir

Nú styttist óðum í að tjaldborgin í Herjólfsdal verði tilbúin. Súlurnar voru settar upp í dag en þá er næst að huga að búslóðaflutningum sem verða á morgun og fyrripart föstudags. Eftirfarandi myndir eru teknar þegar komið var að íbúum Sjómannasunds, Sigurbrautar og Golfgötu að setja upp súlurnar sínar. (meira…)
Breytingar á umferðarskipulagi yfir Þjóðhátíð

Eftirfarandi breytingar á umferðarskipulagi í Vestmannaeyjum taka gildi kl. 13:00 föstudaginn 4. ágúst nk. og gilda til kl. 19:00 mánudaginn 7. ágúst nk.: – Hámarkshraði á Dalvegi verður lækkaður úr 50 km/klst. í 15 km/klst. og framúrakstur bannaður. – Umferð um Dalveg verður einungis leyfð til að leggja í bifreiðarstæði og til að skila og […]
Þrír fulltrúar ÍBV á HM í dag

U-19 ára landslið karla hefur leik á HM í Króatíu í dag. ÍBV á þrjá frábæra fulltrúa í hópnum en það eru þeir Elmar Erlingsson, Hinrik Hugi Heiðarsson og Ívar Bessi Viðarsson. „Við erum afar stolt af okkar flottu fulltrúum og óskum þeim góðs gengis á mótinu!” segir í færslu á síðu handknattleiksdeildar ÍBV. Fyrsti […]
Allur akstur inn fyrir hlið bannaður

Í ár verður sú breyting á að allur akstur inn fyrir hlið í Herjólfsdal er bannaður. Þessi ákvörðun er tekin í samráði við lögreglu. Aukist hefur til muna síðustu ár að fólk keyri inn í dal og leggi bílum þar. Það er mikið öryggisatriði að viðbragðsaðilar hafi svigrúm til að athafna sig inn á svæðinu, […]
Vestmannaeyjastrengur 3 kominn í rekstur

“Þau ánægulegu tíðindi bárust áðan frá stjórnstöð að Vestmannaeyjastrengur 3 (VM3) sé kominn í rekstur,” þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Margir hafa komið að verkefninu með einum eða öðrum hætti síðan upp kom bilun í strengnum í lok janúar við að koma strengnum í lag aftur. Viðgerðaskipið Henry P Lading hefur verið í […]
Bauð dagdvölinni í skemmtiferð

Í gær bauð Alfreð Alfreðsson, hjá Óðni Travel, fólkinu í Dagdvölinni Bjarginu í rútuferð um eyjuna þar sem meðal annars voru skoðaðar breytingarnar á nýja hrauninu og kíkt í Dalinn sem er kominn í þjóðhátíðarbúning. Logn var á Stórhöfða, lundi í bjarginu og skemmtiferðaskip víða. „Stjáni á Emmunni stóð sig meistara vel sem leiðsögumaður. Takk […]