Nokkrar valdar myndir frá Bjarna ljósmyndara

Hér má sjá nokkrar vel valdar og flottar myndir frá helginni sem ljósmyndarinn Bjarni Þór Georgsson tók. (meira…)
Fötin þurrkuð fyrir Brekkusönginn

Eftir nokkuð blautan laugardag er komið hið besta veður í Vestmannaeyjum og stefnir í gott veður á Brekkusöng í kvöld sem að margra mati er hápunktur hátíðarinnar. Flestir blotnuðu vel í gærkvöldi en létu það ekki stoppa sig í gleðinni. Þá er bara að undirbúa sig fyrir kvöldið og íslensk ungmenni bjarga sér. Það sést […]
„Þú berð þetta ekki saman við neitt annað”

Magnús Kjartan Eyjólfsson, söngvari og gítarleikari Stuðlabandsins frá Selfossi, mun leiða brekkusönginn í þriðja sinn í kvöld. Í fyrsta skiptið hafi það þó verið fyrir tómri brekkunni og söngnum streymt heim til fólks þar sem Þjóðhátíð var blásin af vegna Covid-19. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er farinn að hlakka mikið til. […]
Missti tennur á rafmagnshlaupahjóli

Vegfarandi á rafmagnshlaupahjóli frá fyrirtækinu Hopp slasaðist á föstudagskvöldið á Þjóðhátíð. Þetta kemur fram á fréttavef mbl.is sem átti í samtali við Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar missti sá slasaði nokkrar tennur. Karl Gauti segir lögregluna eiga í góðu samstarfi við Hopp og að fyrirtækið sjái til þess að hjólin hægi á […]
Föstudagskvöldið í myndum

Mikill fjöldi fólks var samankominn í Herjólfsdal á fyrsta kvöldi hátíðarinnar og metur lögreglan í Vestmannaeyjum það svo að sjaldan hafi fleiri verið mættir á föstudegi á Þjóðhátíð. Emmsjé Gauti frumflutti þjóðhátíðarlagið í ár, brennan á Fjósakletti var tendruð og hátíðargestir nutu þess að dansa og syngja í samveru fjölskyldu og vina. Addi í London fangaði […]
Flest verkefni á borði lögreglu tengd ölvun

Mikil rigning setti svip sinn á dagskrá Þjóðhátíðar í gærkvöldi og nótt. Færra fólk var í brekkunni en á föstudagskvöldinu, en flestir voru þó vel búnir. Lögregla hafði í nógu að snúast og voru flest verkefni tengd ölvun. Fangageymslur voru fullar á tímabili, en gestum lögreglu fer fækkandi með morgninum, að því er fram kemur […]
Það sem börnin segja um Þjóðhátíð

Arnar Dan Vignisson Aldur: 7 ára. Fjölskylda: Mamma heitir Arndís og pabbi heitir Vignir, Ísak stóri bróðir, hann er í löggunni, og Arnaldur Sær litli bróðir. Svo eigum við hund sem heitir Perla. Ég á líka frænku sem heitir Dísella. Hvað er Þjóðhátíð? Þegar allir tjalda og syngja í brekkunni og eru fram á […]