Þjóðhátíðarstemmning í Ráðhúsinu

Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík í tilefni af 50 ára goslokaafmælis og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Að sögn Eyjamannsins Þorsteins Gunnarsson borgarritara er þetta í annað sinn í sögu Menningarnætur í Reykjavík sem Eyjamönnum hlotnast þessi heiður en það gerðist síðast 2004. Hefð er fyrir því að vera með heiðursgesti á Menningarnótt, í fyrra var […]
Sísí Lára klárar tímabilið með ÍBV

ÍBV hefur á síðustu vikum borist liðsstyrkur fyrir lokakaflann í Bestu deild kvenna í knattspyrnu en liðið stendur í ströngu þar, segir í frétt á heimasíðu ÍBV. Leiknar verða 18 umferðir áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri helming, í þeim efri eru leiknar fimm umferðir en þrjár í neðri. ÍBV er […]
Bandarískur miðjumaður til liðs við stelpurnar

Hin bandaríska Telusila Vunipola hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hún er miðjumaður og spilaði í háskólaboltanum fyrir Syracuse háskóla þaðan sem hún útskrifaðist í fyrra. Þessu er fyrst greint frá á mbl.is. Telusila fékk leikheimild í gær og spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deild kvenna í gærkvöldi í heimaleik á móti liði Keflavíkur. […]
Karlaliðið fær liðstyrk á lokasprettinum

Á fótbolti.net hefur verið tilkynnt að ÍBV hefur fengið liðsstyrk fyrir endasprettinn í Bestu deildinni. Sá heitir Michael Jordan Nkololo og getur hann bæði spilað sem sóknarsinnaður miðjumaður og framherji. Sögur höfðu heryst af því að ÍBV ætlaði að styrkja sig í framherjastöðunni fyrir endasprettinn og er hann nú kominn. Jordan, sem er þrítugur, er […]
Uppgræðslan gerði Heimaey byggilega

Gríðarlegt vikurfok í kjölfar eldgossins 1973 olli tjóni á húsum, bílum og gróðri á Heimaey. Ástandið var svo slæmt sums staðar að fólk íhugaði að flytja burt. Ýmislegt var reynt til að hefta fokið en árangurinn lét á sér standa. Haustið 1975 sendi Gísli J. Óskarsson kennari Viðlagasjóði tillögur að uppgræðslu vikursvæðanna. Þær voru samþykktar, […]
Hnepptu þriðja sætið á kraftminnsta bílnum í keppninni

Eyjahjónin Guðni Grímsson og Kristín Hartmannsdóttir kepptu um helgina á CanAm Iceland Hill Rally sem er þriggja daga þolaksturskeppni um hálendið þar sem keyrðir eru samtals rúmlega 400 kílómetrar. Keppnin var krefjandi og dagskráin stíf. Dagarnir byrjuðu snemma og voru langir en þau gerðu sér lítið fyrir og enduðu í 3. sæti í sínum flokki […]