Spennandi úrval gestakokka á Matey

Það er spennandi úrval gestakokka sem mætir á Sjávarréttahátíðina MATEY sem haldin verður í annað skiptið að þessu sinni dagana 21.-23. september. Hátíðin var fyrst haldin í fyrra og stóð svo sannarlega fyrir sínu þar sem veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum tóku höndum saman og vöktu athygli á fjölbreytta fiskinum sem framleiddur er […]

Eyjamaðurinn í opnum faðmi Surtseyjar

Ágúst Halldórsson er Eyjamaðurinn í síðasta blaði Eyjafrétta. Vann sér það til frægðar að enda í Surtsey eftir að hafa lent í sjávarháska á kajak. Umhverfisstofnun umhverfðist og kærði og á Ágúst nú yfir sér allt að tveggja ára fangelsi. Hér er hann í einlægu spjalli: Fullt nafn: Ágúst Halldórsson Fjölskylda: Sonur Guðbjargar í bankanum og Dóra […]

Ætisskortur seinni part sumars seinkar pysjum

Starfsmenn frá Náttúrustofu Suðurlands kíktu nýlega í lundaholur í Stórhöfða og eru pysjur í um 60% þeirra og er um vika í að þær verði tilbúnar. Þetta kemur fram á facebook síðu Pysjueftirlitsins. Pysjurnar eru því nokkru seinna á ferðinni en hafði verið áætlað miðað við ástand þeirra í júlí. Þetta er svipað og gerðist […]

Á brattann að sækja hjá Eyjakonum

Eftir 0:2 tap ÍBV í síðasta leik Bestu deildar kvenna gegn FH á Hásteinsvelli í gær verða Eyjakonur í neðri hluta úrslitakeppninnar sem nú er framundan. Niðurstaðan er 18 stig eftir 18 umferðir og er ÍBV í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Selfoss er á botninum með 11 stig, Keflavík er þar fyrir ofan með 17 […]

ÍBV og HK mætast í Kórnum

ÍBV mætir liði HK í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag, mánudaginn 28. ágúst. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 í Kórnum í Kópavogi. Eyjamenn sitja í 11. sæti deildarinnar með 17 stig úr 20 leikjum, en HK í því áttunda með 24 stig. Knattspyrnudeild ÍBV hvetur Eyjafólk á höfuðborgarsvæðinu til að mæta og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.