Eyjamaðurinn í opnum faðmi Surtseyjar
28. ágúst, 2023

Ágúst Halldórsson er Eyjamaðurinn í síðasta blaði Eyjafrétta. Vann sér það til frægðar að enda í Surtsey eftir að hafa lent í sjávarháska á kajak. Umhverfisstofnun umhverfðist og kærði og á Ágúst nú yfir sér allt að tveggja ára fangelsi. Hér er hann í einlægu spjalli:

Fullt nafn: Ágúst Halldórsson

Fjölskylda: Sonur Guðbjargar í bankanum og Dóra löggu. Giftur Guðbjörgu Erlu Ríkharðsdóttur og saman eigum við Emilíönu Erlu, Svein Jörund og Rebekku.

Mottó: Betra er að biðjast afsökunar en um leyfi.

Síðasta hámhorfið: Færeysku þættirnir TROM sem gerast í Thorshavn. Ég benti á tíu sekúndna fresti á sjónvarpið og kallaði til Guðbjargar: “ÉG HEF VERIÐ ÞARNA!!!”. Mæli með.

Uppáhalds hlaðvarp? Myrka Ísland, Gnarristinn, Skoðanabræður, Chess After Dark, Bókabræður, Fílalag og auðvitað Tvíhöfði.

Aðaláhugamál: Hef átt þau mörg áhugamálin í gegnum tíðina en topp fjögur núna eru: Lyftingar, lestur, kayak og fjallarafhjól.

Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Að vera með hljóðeinangrandi/noise canceling heyrnatól eða airpods. Róar mig af einhverjum skringilegum ástæðum. Þarf ekki einu sinni að vera að spila eða hlusta á eitthvað.

Venjulegur dagur hjá þér? Veit það ekki. Get setið með kaffibolla í sólhúsinu klukkan níu, vitandi ekkert hvað ég ætlaði að gera og klukkutíma síðar búinn að róa út í einhverja úteyju eða byrjaður að skrifa uppkast að bók. Og allt þar á milli.

Hvað óttast þú mest: Mig.

Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Allt sem kemur frá Bretlandi.

Hvað er velgengni fyrir þér: Að eiga hamingjusöm börn.

Fyrstur manna á kajak á Surtsey, hvernig er tilfinningin? Alveg frábær. Og ekki nóg það heldur hefur enginn farið út í Surtsey á eins umhverfisvænan máta í heiminum. Ég var ekki einu sinni í skóm og það fór ekki dropi af eldsneyti í ferðina.

Hvað kom í hugann þegar straumurinn skall á og plön breyttust? Eins og við sjómenn þekkjum, þá er sjórinn óútreiknanlegur og verður oft að hugsa í lausnum. Sem betur fer var faðmur Surtseyjar opinn.

Gætir þú lýst Surtsey í einni setningu? Surtsey er of dulin og falleg og þess vegna bagalegt að bannað sé að fara þangað nema með vinaleyfi.

Ertu ósáttur við viðbrögð umhverfisstofnunar? Nei nei, þetta er bara fólk að vinna vinnuna sína. Það vita það allir í Vestmannaeyjum að það hafa farið fleiri hundruð manns út í Surtsey í leyfisleysi. Það var bara enginn eins vitlaus og ég að birta það á samfélagsmiðlum og þá sérstaklega að skrifa í gestabókina í kofanum.

Hefur þér borist kæra? Mér skilst það en ég er núna staddur á Þórshöfn á Langanesi. Styttist í að ég fái símtalið frá eiginkonunni eða mynd í símann af bréfi.

Sérðu fyrir þér tveggja ára fangelsi? Ég og Tóti rafvirki ræddum þetta á Þjóðhátíðinni og við vorum sammála um að ég ætti margt líkt vini mínum Árna Johnsen og yrði flottur á Kvíabryggju. Tóti bauðst meira að segja til að skutla í mig grjóti þegar ég færi að búa til listaverk.

Spurning um góðan lögfræðing? Ég var að pæla í því fyrst en svo bauðst Stjáni á Emmunni frændi minn til að tala mínu máli. Hann er með munninn fyrir neðan nefið svo ég tók því fegins hendi.

Hvað stóð upp úr á Þjóðhátíð í ár? Það var nýja tjaldið hjá Óttari Steingríms, Andreu frænku, Betri Berg og Rebekku, Collosseum. Algjörlega til fyrirmyndar.

Hefur þú lært eitthvað af síðustu dögum? Já, aldrei taka myndir og eða myndbönd þegar maður gengur um á gráu svæði.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst