Minningarmótið Úlli open 2023 styður Krabbbavörn í Eyjum

Úlli open er minningargolfmót um Gunnlaug Úlfar Gunnlaugsson, Úlla píparar, sem lést langt fyrir aldur fram þann 22.september 2019. Mótið var fyrst haldið í ágúst 2020 og hefur verið haldið árlega síðan. Það hefur frá upphafi styrkt Krabbavörn í Vestmannaeyjum, en allur ágóði af mótinu rennur óskiptur til þessa góða félags. Mótið er styrkt af […]

Mæta Víking á útivelli

Tveir síðustu leikir annarrar umferðar Olísdeildar karla fara fram í kvöld. Víkingar fá Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í Safamýri klukkan 19.30. Víkingar eru nýliðar í Olísdeildinni. ÍBV lagði Stjörnuna sannfærandi í Mýrinni á laugardaginn í kaflaskiptum leik. Í hinum leik kvöldsins sækja nýliðar HK, Gróttumenn heim í Hertzhöllina. (meira…)

Kvótaárið byrjar vel

Kvótaárið hjá Vestmannaey VE og Bergi VE byrjar vel að sögn Arnars Richardssonar, rekstrarstjóra Bergs – Hugins ehf og Bergs ehf. Arnar ræddi málið við vef Síldarvinslunnar í gær. Bergur landaði fullfermi í Vestmannaeyjum á miðvikudagskvöld og Vestmannaey landaði fullfermi í Neskaupstað í gær. „Það er akki annað hægt að segja en að kvótaárið fari […]

Framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hækkuð

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024 hefur verið lagt fram á Alþingi. Framlög til verkefna innviðaráðuneytis nema 111,6 milljörðum króna og þar af nema framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga tæpum 31,8 milljarði króna. Um er að ræða hækkun um 3,4 milljarða eða um 12%. Framlög til byggðamála nema rúmum 1,8 milljarði króna. Endurskoðun sveitarstjórnarlaga og regluverks Jöfnunarsjóðs 31.763 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.