Tveir síðustu leikir annarrar umferðar Olísdeildar karla fara fram í kvöld. Víkingar fá Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í Safamýri klukkan 19.30. Víkingar eru nýliðar í Olísdeildinni. ÍBV lagði Stjörnuna sannfærandi í Mýrinni á laugardaginn í kaflaskiptum leik. Í hinum leik kvöldsins sækja nýliðar HK, Gróttumenn heim í Hertzhöllina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst