Vinir í bata hefja göngu sína á ný

12 spora hópur Landakirkju, Vinir í bata hefja starf sitt á ný eftir sumarfrí nk. mánudag 18. september kl. 18:30 í betri stofu safnaðarheimilis Landakirkju. Fyrstu þrír fundirnir, þann 18. og 25. september og 2. október eru opnir kynningarfundir þar sem fundargestir fá innsýn inn í starfið. Eftir það hefst hin eiginlega spora vinna. Heitið […]
Niðurstaða í lok mánaðar

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarstjórnar í vikunni sem leið. Fram kom að bæjarstjórn fundaði í byrjun vikunnar með viðræðunefnd um stöðu viðræðna um nýjan þjónustusamning ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um ferjusiglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar/Þorlákshafnar. Góður gangur er í viðræðunum og vonast er til að niðurstaða liggi fyrir í lok september. (meira…)
Umhverfisviðurkenningar 2023

Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja 2023 voru afhent 15. september s.l. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum en einnig komu tilnefningar frá Rótarýklúbb Vestmannaeyja. Dómnefnd frá Vestmannaeyjabæ yfirfór þær tilnefningar sem bárust sveitafélaginu. Umhverfisviðurkenningar árið 2023 eru: Fegursti garðurinn: Vestmannabraut 12-20 Snyrtilegasta eignin: Heiðarvegur 49 Endurbætur til fyrirmyndar: Póley Snyrtilegasta fyrirtækið: Brothers Brewery Framtak á sviði umhverfismála: Marinó Sigursteinsson Vestmannaeyjabær óskar í tilkynningu, […]