12 spora hópur Landakirkju, Vinir í bata hefja starf sitt á ný eftir sumarfrí nk. mánudag 18. september kl. 18:30 í betri stofu safnaðarheimilis Landakirkju. Fyrstu þrír fundirnir, þann 18. og 25. september og 2. október eru opnir kynningarfundir þar sem fundargestir fá innsýn inn í starfið. Eftir það hefst hin eiginlega spora vinna. Heitið er nafnleynd og trúnaði.
Notuð verður vinnubókin „12 sporin, Andlegt ferðalag“ sem fæst í bókabúðinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst