Hjalti og Vera Björk á flótta frá Ísrael

„Við komum hingað á miðvikudaginn síðasta og erum búin að vera hér í fimm daga. Höfum verið á slóðum Jesús Krists en verðum að sleppa helmingi ferðarinnar vegna stríðsins sem hófst á laugardaginn,“ sagði Hjalti Kristjánsson, læknir í Vestmannaeyjum þegar rætt var við hann upp úr tíu í morgun. Hann var þá á leið í […]
Grænar Vestmannaeyjar og orkuöryggi verði tryggt

Vestmannaeyjabær stefnir á full orkuskipti í Vestmanneyjum og forsenda þess er að Landsnet ákveði að leggja tvo nýja raforkustrengi til Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps, sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði til að vinna tillögur um aðgerðir sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins og stuðlað geta að því að efla samfélagið […]
Breytt áætlun seinnipartinn

Herjólfur hefu gefið út tilkynningu vegna siglinga seinnipartinn í dag. “Vegna hækkandi ölduhæðar og vinds hefur verið ákveðið að sigla skv. eftirfarandi áætlun seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00Brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:45 Aðrar ferðir falla úr áætlun. Ef gera þarf frekari breytingar á áætlun, þá verður það gefið út um leið og […]
Bæta við sorpílátum

Sorpílát voru til umræðu á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs í lok september. Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs óskaði eftir að fá heimild til að panta aukalega 200-300 tvískipt sorpílát, til viðbótar við það sem er komið, vegna lítilla fjölbýla. Fjármögnun á sorpílátum er í gegnum álagningu gjalda fyrir sorpeyðingu og sorphreinsun. Ráðið samþykkti beiðnina og veitti […]
Kórarnir með sameiginlega tónleika í Safnaðarheimilinu

Nú stendur yfir innanbæjarkóramót í Vestmannaeyjum. Það eru Kór Landakirkju, Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja sem að mótinu koma. Æfingar hafa staðið yfir bæði sameiginlegar og hver kór fyrir sig. Lokaviðburður mótsins er í kvöld mánudag. Þá koma kórarnir saman og flytja þau verk sem æfð hafa verið. Tilgangur mótsins er að kórafólk í Eyjum […]