Hátíðarhöldum í Eldheimum vegna 60 ára afmælis Surtseyjar aflýst

Í ljósi þeirrar alvarlega stöðu sem komin er upp þá þykir okkur ekki við hæfi að fagna þessum tímamótum að sinni. Við viljum engu að síður hvetja fólk til að koma í Eldheima næstu daga og skoða ljósmyndasýningu með nýjum og einstökum myndum Golla ljósmyndara, sem hann tók í Surtsey sl. sumar. Umhverfisstofnun, Vestmannaeyjabær/Eldheimar. (meira…)

Halldór kveður eftir rúmlega þriggja áratuga starf

Halldór Hallgrímsson kveður nú í nóvember Landakirkju og Kirkjugarð Vestmannaeyja eftir 33 ára starf þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu Landakirkju. Halldór tók við stöðu kirkjugarðsvarðar og staðarhaldara Landakirkju árið 1990 og hefur unnið mikið og gott starf síðan. Bæði Landakirkja og kirkjugarðurinn hafa gengið í gegnum töluverðar breytingar á þeim tíma en […]

Elliðaey í köku

Kínverska sendiráðið á Íslandi birti nýlega á facebook síðu sinni myndir af nokkrum kökum. Það sem vakti athygli blaðamanns Eyjafrétta var sú staðreynd að kökurnar skreyttar til að líta út eins og Elliðaey. Hjá sendiráðinu fengust þær skýringar að hér væri á ferðinni mjög vinsæl uppskrift í Kína eða svokölluð “Chiffon rjómaterta með Oreo fyllingu” […]

Bæjarráð lýsir vonbrigðum með dýpkun Landeyjahafnar

Bæjarráð fór yfir stöðuna varðandi dýpkun og stöðu á Landeyjahöfn á fundi sínum í vikunni sem leið. Bæjarráð lýsir í niðurstöðu sinni um málið vonbrigðum með að dýpkun Landeyjahafnar sé enn og aftur ekki sinnt eins og sífellt er lofað. Sú staða sem upp kom í lok október, og varir enn, sýnir enn og aftur […]

Stelpurnar fallnar úr Evrópubikarkeppninni

ÍBV hefur lokið þátttöku sinni í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna á þessari leiktíð. ÍBV tapaði tvívegis fyrir Madeira Anderbol SAD á tveimur dögum um helgina, 36:23 og 33:19 og því viðureigninni samtals með 27 mörkum. Báðir leikirnir fór fram ytra. Sara Dröfn Ríkharðsdóttir og Sunna Jónsdóttir voru markahæsta ÍBV kvenna með fjögur mörk hvor í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.