Síldin – Hafa veitt rúm 40.000 tonn

„Við höfum lokið síldveiðum þetta árið. Veiðin gekk mjög vel og veiddum við eitthvað um 20.000 tonn í heildina. Við vorum á síldarvöktum í tæpan mánuð í norsk-íslensku síldinni, tókum smá hlé og héldum árshátíð,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar um síldveiðarnar í haust. „Byrjuðum síðan í lok október á íslensku sumargotssíldinni og vorum […]

Reynslunni ríkari

Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið héldu málþing um skólamál, „Reynslunni ríkari“, þann 30. október 2023. Á málþinginu voru kynntar niðurstöður úttektar á þróun skólastarfs og þjónustu við börn frá því að grunnskólar fluttust frá ríki til sveitarfélaga. Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg í fyrirhuguðum breytingum á sviði skólamála. Árið 2021 […]

Spennandi starfakynning í Þekkingarsetrinu

Setrid

Fjöldi fyrirtækja, einstaklinga og stofnana hafa skráð sig til leiks á spennandi starfakynningu Þekkingaseturs Vestmannaeyja og Visku sem verður haldin fimmtudaginn 16. nóvember frá kl 09:00 – 14:00. Þetta er í þriðja skiptið sem kynningin er haldin í Vestmannaeyjum. Síðast var hún árið 2018. Þá kynntu 25 fyrirtæki og stofnanir í Eyjum starfsemi sína fyrir […]

Gunnar Már í nýju starfi

Eyjamaðurinn Gunnar Már Sigurfinnsson hefur verið ráðinn forstjóri GA Telesis Engine Service OY, dótturfyrirtækis GA Telesis, alþjóðlegs þjónustufyrirtækis með varahluti og alhliða viðhaldsþjónustu við flugfélög um allan heim. Viðskiptablað Morgunblaðsins greinir frá. Gunnar Már starfaði hjá Icelandair í 37 ár, fyrst í Vestmannaeyjum. Var framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs í tvígang og síðar framkvæmdastjóri Icelandair Cargo […]

Staða Vinnslustöðvarinnar er sterk

„Það hafa engar umræður um að skrá félagið á markað átt sér stað meðal hluthafa,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Binni, þegar hann var spurður um sögusagnir um að félagið væri á leið á markað. Eins hefur flogið fyrir að nú þrengi að hjá VSV og uppi séu hugmyndir um að selja togarann Þórunni […]

Grænar Eyjar, orkuöryggi og jarðgöng

Starfshópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði til að koma með tillögur um aðgerðir sem heyra undir ráðuneytið og eflt geta samfélagið í Vestmannaeyjum skilaði af sér á mánudaginn 9. október. Fékk Guðlaugur Þór skýrsluna í hendur  við athöfn í Eldheimum. Tillögurnar snúa m.a. að bættu orkuöryggi hvað varðar dreifi- og flutningskerfi […]

Andlát: Kristófer Þór Guðlaugsson

Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTÓFER ÞÓR GUÐLAUGSSON vélstjóri Lést 11. nóvember á dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Útför hans fer fram í Landakirkju í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 21. nóvember klukkan 13. Blóm afþökkuð. Þórunn Þorbjörnsdóttir Anna Kristín Kristófersdóttir – Viktor Þór Reynisson Guðlaugur Kr. Kristófersson Lilja Rós Kristófersdóttir – Miquel Thompson Hafþór […]

Merkileg sýning um einstakan mann

Hún er áhugaverð sýningin sem opnuð var í Einarsstofu á Safnahelgi og stendur enn.  Sýningin er í tilefni af aldarminningu Gísla J. Ástþórssonar á Sóla, Eyjamanns og blaðamanns sem ruddi braut og skapara Siggu Viggu svo eitthvað sé nefnt. Stefán Pálsson, sagnfræðingur fjallaði um listamanninn af mikilli snilld. Ástþór Gíslason, sonur Gísla og Sunna Ástþórsdóttir […]

“Eitt flottasta herrakvöld sem haldið hefur verið”

Herrakvöld ÍBV handbolta fer fram föstudaginn 17. nóvember. Veislustjóri kvöldsins er enginn annar en Logi Bergmann. Borðhald hefst klukkan 20:00 og eru fastir liðir á dagskrá eins og Happdrætti, Pílukeppnin og pöbbkviss. Miðaverð er 7.000 kr. En miðasala fer fram hjá Viktori Rakara og hjorvar@ibv.is. “Ekki láta ykkur vanta á herrakvöld ÍBV. Um er að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.