Fjöldi fyrirtækja, einstaklinga og stofnana hafa skráð sig til leiks á spennandi starfakynningu Þekkingaseturs Vestmannaeyja og Visku sem verður haldin fimmtudaginn 16. nóvember frá kl 09:00 – 14:00.
Þetta er í þriðja skiptið sem kynningin er haldin í Vestmannaeyjum. Síðast var hún árið 2018. Þá kynntu 25 fyrirtæki og stofnanir í Eyjum starfsemi sína fyrir nemendum Grunnskólans og Framhaldsskólans og öllum Eyjabúum.
“Allir bæjarbúar hjartanlega velkomnir að kíkja við í húsnæði Þekkingarseturs að Ægisgötu.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst