Alls 58 íbúðir í byggingu og 50 umsóknir

Samtals 60 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði á næstu árum: Í dag eru 58 íbúðir í byggingu í Vestmannaeyjum, 38 í fjölbýli, tíu í rað- og parhúsum og tíu í einbýli. Fimmtán íbúðir hafa verið teknar í notkun það sem af er ári og um 50 eru í umsóknarferli. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Smára […]

Flogið daglega til Vestmannaeyja – Tímabundið

Vegagerðin hefur samið við Icelandair um að fljúga daglega til Vestmannaeyja meðan ferjan Herjólfur fer í slipp. Flogið verður einu sinni á dag á tímabilinu 30. nóvember til 6. desember. Til flugsins verða notaðar Dash-8 flugvélar en þær vélar taka 37 farþega.  Hægt er að bóka á vef Icelandair. Íbúar með lögheimili í Vestmannaeyjum eiga þess […]

Efnilegir markaskorarar

Fyrstu lotu var að ljúka í 3. og 4. flokki karla og kvenna í handbolta HBStatz hefur tekið saman hvaða leikmenn hafa verið iðnir við að skora það sem af er vetri. HBStatz er samstarfsaðili HSÍ og er innsláttar- og greiningarkerfi fyrir tölfræði í handbolta. Kerfið er hugsað fyrir þjálfara, fjölmiðla og handboltaáhugafólk almennt. ÍBV á tvo fulltrúa á lista þeirra […]

Að flytja vatn til Eyja í tank­skip­um al­gjör fjar­stæða

„Ástandið núna kall­ar á ýms­ar pæl­ing­ar um hvernig aðgerðum skuli háttað. Vatns­lögn­in er löskuð og ligg­ur nærri Kletts­nefi. Aðstæðurn­ar eru afar krefj­andi,“ seg­ir Ívar Atla­son hjá HS veit­um í Vest­manna­eyj­um í samtali við morgunblaðið. Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra lýsti í gær yfir hættu­stigi í Vest­manna­eyj­um vegna skemmda á vatns­lögn­inni. Raun­veru­leg hætta er tal­in á því að hún […]

Andlát: Egill Jónsson

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Egill Jónsson frá Selalæk verkstjóri, Heiðartúni 2, Vestmannaeyjum lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn 20. nóvember á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Útförin verður gerð frá Oddakirkju á Rangárvöllum laugardaginn 2. desember kl 13:00 Helena Weihe Guðjón Egilsson Rósa – Hlín Óskarsdóttir Perla Björk Egilsdóttir – Sigurður Freyr Magnússon Jón Egilsson […]

ÍBV-HK í dag

Það er nóg að gera hjá ÍBV strákunum þessa dagana en í kvöld fá þeir HK í heimsókn kl. 18:30. Lið HK er í áttunda sæti Olísdeildarinnar með sjö stig en ÍBV í því fjórða með 13 stig en bæði liðin hafa leikið 10 leiki. Framundan er svo seinni leikurinn í Evrópubikar á móti Krems […]

Þarf að fjarlægja um 15.000m3 í Landeyjahöfn

Herjólfur hefur gefið út tilkynningu vegna siglinga næstu daga. Herjólfur IV er kominn til Hafnarfjarðar þar sem viðgerð á skrúfubúnaði ferjunnar fer fram og tók Herjólfur III við í morgun og mun sinna áætlunarsiglingum milli lands og Eyja á meðan. Herjólfur III siglir til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 […]

Hvað merkir hættustig Almannavarna?

Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, ákvað í gær að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn sem liggur til Vestmannaeyja. Viðbragðsaðilar hafa komið sér saman um 3 háskastig almannavarna sem taka til allra neyðaraðgerða. Almannavarnastig eru flokkuð eftir alvarleika, umfangi viðbúnaðar og þörf á forgangshraða viðbragðsaðila. Ríkislögreglustjóri tekur ákvörðun um almannavarnastig hverju […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.