17 fjölskyldur í Vestmannaeyjum fá matarúttekt frá Krónunni fyrir jólin

Krónan hefur afhent Styrktarsjóði Landakirkju 17 gjafakort sem safnað var fyrir í jólasöfnun Krónunnar á aðventunni. Þá bauðst viðskiptavinum að styrkja hjálparsamtök sem sjá um matarúthlutanir í sínu nærsamfélagi í aðdraganda jóla og jafnaði Krónan þá upphæð á móti. Viðskiptavinir Krónunnar í Vestmannaeyjum, ásamt Krónunni söfnuðu alls 340 þúsund krónum en samtals söfnuðust 12 milljónir […]

Neysluhæft vatn úr sjó

Vinnslustöðin hefur fest kaup á hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn. Sjó er dælt úr borholum í gegnum öflugt síukerfi sem eingöngu hleypir í gegnum sig vatnssameindinni H2O. Með öðrum orðum breytist sjór í ferlinu í tandurhreint vatn sem laust er með öllu við bakterí[1]ur, veirur og yfirleitt allt annað en sjálfa vatnssameindina H2O. […]

Styrkja kvennaathvarf

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum í vikunni sem leið tvær styrkumsóknir borist höfðu. Önnur þeirra var frá Samtökum um kvennaathvarf sem óskaði eftir rekstrarstyrk fyrir árin 2023 og 2024. Ráðið samþykkti 160.000 kr styrk. Einnig var tekin fyrir styrkumsókn frá Aflinu- samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Í afgreiðslu ráðsins segir […]

Stjörnuleikurinn fer fram í dag

Stjörnuleikurinn er orðinn fastur liður í aðdraganda jóla í Vestmannaeyjum. Handboltastjörnurnar hringja inn jólin í dag klukkan 18:00 í íþróttamiðstöðinni, þegar stærsti handboltaleikur ársins fer fram. Það eru leikmenn m.fl. kk í handbolta ásamt velunnurum sáu um alla umgjörð en Stjörnurnar sáu um að skemmta mannskapnum. Það verður öllu tjaldað til í ár. Allur ágóði […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.