Vinnslustöðin hefur fest kaup á hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn. Sjó er dælt úr borholum í gegnum öflugt síukerfi sem eingöngu hleypir í gegnum sig vatnssameindinni H2O. Með öðrum orðum breytist sjór í ferlinu í tandurhreint vatn sem laust er með öllu við bakterí[1]ur, veirur og yfirleitt allt annað en sjálfa vatnssameindina H2O.
Fullnægir allri vatnsþörf
Búnaðurinn afkastar alls um 1.800 tonnum ef allar gámar væru virkj[1]aðir samtímis. Full afköst svara með öðrum til þess að fullnægja mestallri vatnsþörf heimila og fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri Vinnslustöðvarinn[1]ar, hóf ákafa leit að tæknibúnaði þessarar náttúru eftir að vatns[1]leiðslan til Eyja skemmdist við það að akkeri Hugins VE festist í henni. Willum hafði reyndar skyggnst nokkuð um bekki eftir svona búnaði áður þegar fyrir lá að Vinnslustöðin fengi ekki það vatn sem hún þyrfti til starfsemi sinnar ef og þegar loðnuvertíð hæfist í vetur.
Nánar í Jólablaði Eyjafrétta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst