Grímuball Eyverja – myndir

DSC_0813

Grímuball Eyverja var venju samkvæmt haldið í dag. fjöldi barna mættu á ballið í allskyns búningum og var mikið lagt í flesta þeirra. Myndasyrpu frá ballinu má sjá hér að neðan. (meira…)

Sýning á verkum Steinunnar í Einarsstofu

Á morgun klukkan 13:00 verður opnuð sýning með verkum eftir listakonuna Steinunni Einarsdóttur. Sýningin stendur út mánuðinn og verður opin á opnunartíma safnsins. Um sölusýningu er að ræða. Steinunn sem lést á síðasta ári var fædd í Vestmannaeyjum en flutti 27 ára gömul til Ástralíu, þar sem hún lærði myndlist. Þegar Steinunn kom aftur heim til Vestmannaeyja […]

Grímuball, Þrettándablað og blysför

Þrettándagleðin hefst í dag með Grímuballi Eyverja klukkan 14:00. Gleðin nær svo hámarki í kvöld með flugeldasýningu, blysför, álfabrennu, jólasveinum og tröllum. Gangan hefst við Hánna og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti. Þrettándablaðið 2024 er komið út, fram kemur á vef ÍBV […]

Aðstæður til dýpkunar í Landeyjahöfn krefjandi í vetur

Árið 2023 voru fjarlægðir 340 þúsund rúmmetrar af sandi í og við Landeyjahöfn sem er hundrað þúsund rúmmetrum meira en árið 2022. Þrátt fyrir það hefur Landeyjahöfn verið ófær að hluta eða öllu leiti, vegna dýpis eða veðurs, 134 daga árið 2023 samanborið við 108 daga árið á undan. Skýringin felst í mun meiri efnissöfnun […]

Molda gefur út lag eftir Árna Johnsen

Hljómsveitin Molda sem kemur fram á Eyjatónleikunum í Eldborg 27. janúar n.k. hefur gert ábreiðu og endurgert lagið “Eyjan mín í bláum sæ” eða “Heim á ný” eins og lagið er stundum kallað eftir Árna Johnsen sem féll frá 6. júní 2023. Lagið hefur verið mikið spilað á Eyjakvöldum af sönghópnum Blítt og Létt og […]

Siglt á háflóði

landeyjah_her_nyr

Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar á háflóði næstu tvo daga skv .eftirfarandi áætlun: Föstudagur 5.janúar Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 10:00 (Áður 07:00), 12:00, 22:00 (Áður 17:00) Brottför frá Landeyjahöfn kl. 11:00 (Áður 10:45), 13:00, 23:15 (Áður 20:45) Laugardagur 6.janúar Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 11:00 (Áður 07:00), 13:00, 22:00(Áður 17:00) Brottför frá Landeyjahöfn kl. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.