Dýpið mælt í fyrramálið

User comments

Dýpi í Landeyjahöfn kemur til með að vera mælt í fyrramálið, en síðast var það mælt 2.janúar sl. Þá var dýpið um 3 metrar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að ef mælingin komi til með að vera í lagi stefnir Herjólfur á að sigla eina ferð þangað seinnipartinn á […]

Breytingar á sorpmálum í Vestmannaeyjum

1c3c9eb489e2ccb722aa6872473f7611

Þriggja flokka kerfi hefur verið við heimili í Vestmannaeyjum síðan 2011. Í ár munu við innleiða fjögra flokka kerfi þar sem eina breytingin við heimilin er að aðskilja þarf pappa og plast í sér tunnur. Skylda er að vera með ílát fyrir fjóra flokka við öll heimili. Íbúar hafa möguleika á að hafa áhrif á […]

Fleiri geta tengst kerfi Eyglóar

linuborun_0423

Fleiri hús hafa bæst við sem nú eiga möguleika á að tengjast ljósleiðarakerfi Eyglóar. Eftirfarandi hús geta nú sótt um ljósleiðaratengingu hjá þjónustuveitu sinni: Áshamar 95 Áshamar 97 Áshamar 99 Áshamar 103 Áshamar 107 Áshamar 109 Áshamar 113 Áshamar 121 Áshamar 115 Áshamar 119 Áshamar 79 Áshamar 81 Helgafellsbraut 7 Heimagata 30 Hilmisgata 1 Hilmisgata […]

90 milljónir og barn á leiðinni

Það voru verðandi foreldrar sem hrepptu síðasta, en fjarri því sísta, lottópottinn á liðnu ári. Þau voru ein með allar tölurnar réttar og fengu rúmar 90,2 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Stóri vinningurinn kemur sér svo sannarlega vel. Ekki aðeins vegna allra jólareikninganna heldur vegna þess að […]

Gullberg landar kolmunna

gullberg_opf

Jón Atli Gunnarsson skipstjóri og áhöfn hans á Gullbergi VE færðu 1.700 tonn af kolmunna að landi snemma í morgun eftir siglingu af miðunum syðst í fiskveiðilögsögu Færeyja. Þetta er fyrsti kolmunnafarmur Vinnslustöðvarinnar á vertíðinni. Þegar í stað var hafist handa við að landa aflanum og vinna úr honum mjöl og lýsi sem ætla má […]

Breytingar á sorpmálum

sorp

Vestmannaeyjabær boðar nú breytingar á sorphirðu og sorpförgun frá heimilum. Í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum er farið yfir breytingarnar. Tilkynninguna má lesa hér að neðan. – Þriggja flokka kerfi hefur verið við heimili í Vestmannaeyjum síðan 2011. Í ár munu við innleiða fjögra flokka kerfi þar sem eina breytingin við heimilin er að aðskilja þarf pappa […]

Stefna á að skila af sér í maí

Starfshópur Um Fýsileika Jarðganga Til Vestmannaeyja

Innviðaráðherra skipaði í sl. haust starfshóp um könnun á fýsileika jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja. Starfshópurinn hefur það hlutverk að setja fram sviðsmyndir um mismunandi útfærslur og kosti og galla hverrar fyrir sig. Þá á starfshópurinn að leggja fram kostnaðarmetna áætlun um þær rannsóknir og greiningar sem framkvæma þarf, svo hægt verði að leggja […]

Samgöngumál

Á fundi bæjarráðs í vikunni var tekin fyrir umræða um samgöngumál í Vestmannaeyjum. Þar kom fram að siglingar Herjólfs til Landeyjahafnar hafa verið afar stopular frá því í október og þá fyrst og fremst vegna dýpis við hafnarmynni og í höfninni sjálfri. Þá hefur þurft að sigla til hafnarinnar á háflóði þegar önnur skilyrði eru […]

Funda um stöðuna

DSC_5478

Bæjarráð ræddi um stöðu vatnsveitumála í Vestmanneyjum og þá afstöðu HS Veitna sem liggja fyrir í bréfum félagsins til sveitarfélagsins vegna viðgerðar á neðansjávarlögninni til Eyja. Fulltrúar sveitarfélagsins og HS-Veitna munu funda með innviðaráðuneytinu í vikunni til að fara yfir stöðuna sem upp er komin. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi bæjarráðs […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.