Ráðherra til fundar við Eyjamenn

Á vef Vestmannaeyjabæjar er tilkynning um íbúafund um samgöngur á milli lands og Eyja. Fram kemur að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþór Þorkelsdóttir,  vegamálastjóri hafi samþykkt að mæta á íbúafund um samgöngumál Vestmannaeyinga að beiðni bæjarráðs. Fundurinn verður haldinn 30. janúar nk. kl. 19:30 í Höllinni. Fólk er beðið um að taka tímann frá, […]

Höfnin dýpkuð

Byrjað er að dýpka Vestmannaeyjahöfn. Bæði verður farið í að grafa veituskurð sem og að dýpka höfnina. Samið var við fyrirtækið Hagtak um dýpkunina. Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri sagði í samtali við Eyjar.net í desember sl. að reiknað væri með að dælt verði rúmlega 45 þúsund rúmmetrum og var áætlað að það tæki um 12 […]

Slysum á sjómönnum fækkaði verulega í fyrra

Umtalsverð fækkun varð í fyrra frá árinu þar á undan á slysum á sjómönnum sem sjúkratryggingar tilkynntu til siglingasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þetta kemur fram ný sérblaði Fiskifrétta um öryggi í sjávarútvegi. „Við getum þó ekki lesið neitt í það fyrr en við fáum tölur ársins í ár um hvort það sé orðinn varanlegur marktækur munur,“ […]

Næstu ferðir til Þorlákshafnar

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag og þar til annað verður tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Brottför er frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 17:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 20:45. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í […]

Stækkun hafnarinnar

fjolgun_vidlegukanta_alta_2024_minni

Alta hefur unnið aðalskipulagsbreytingu fyrir Vestmannaeyjahöfn sem samþykkt var á fundi framkvæmda- og hafnarráðs þann 15. nóvember sl. Á fundi ráðsins í vikunni var lögð er fram til kynningar skipulagslýsing fyrir breytt aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035 vegna stækkunar hafnarsvæðis Vestmannaeyjahafnar og nýrra hafnarkanta undir Kleifum og í Gjábakkafjöru. Fram kemur í skipulagslýsingunni að Vestmannaeyjahöfn sé grundvöllur helstu […]

Ólíðandi að fjöldi ljósastaura séu óvirkir

Framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu á gatnalýsingu, útskiptiáætlun lampa og viðhaldi á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni. Ráðið ítrekar í niðurstöðu sinni mikilvægi þess að þjónustuaðili uppfylli skilyrði samnings um þjónustu og viðhald gatnalýsingar enda er gatnalýsing mikilvægur þáttur í umferðaröryggi, sér í lagi gangandi og hjólandi vegfarenda. Ólíðandi er að fjöldi […]

Gul viðvörun á Suðurlandi

gul_vidv_190124

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi vegna austanstorms og snjókomu eða slyddu. Tekur hún gildi í kvöld kl. 21:00 til kl. 03:00 í nótt. Í viðvörunarorðumsegir: Austan 13-20 m/s, en 18-23 undir Eyjafjöllum og snarpar vindhviður þar. Einnig má búast við snjókomu eða slyddu með versnandi akstursskilyrðum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.