Breytt áætlun í Þorlákshöfn

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að tekin hafi verið ákvörðun um að breyta siglingaáætlun Herjólfs þegar sigla þarf til Þorlákshafnar. Breytingin er til reynslu, hún tekur gildi 31.01.2024 og gildir til 01.04.2024. Áætlun er sem hér segir: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 (áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og […]
HS Veitur vilja stökkva frá borði – Hafa hagnast vel

„HS Veitur (áður Hitaveita Suðurnesja) hafa frá árinu 2002 rekið vatnsveituna í Vestmannaeyjum á grundvelli heimildar í lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, en um er að ræða skylduverkefni Vestmannaeyjabæjar samkvæmt fyrrgreindum lögum. Er jafnframt fjallað um að það í lögunum að það sé forsenda samnings sveitarfélags að unnt sé að tryggja notendum vatn á viðráðanlegu verði,“ […]
Hvasst með snjókomu og skafrenningi eftir hádegi

Í dag, miðvikudaginn 31. janúar, er í gildi gul viðvörun hjá Veðurstofu Íslands. Samkvæmt viðvörun mun vera all hvasst veður með snjókomu og skafrenningi sem spáð er að byrji um klukkan 12:00 og standi til klukkan 17:30. Lögreglan í Vestmannaeyjum hvetur íbúa til að ganga frá öllu lauslegu og fara varlega í umferðinni, sérstaklega ef […]
Óska eftir að bærinn leysi til sín vatnsveituna

Líkt og greint var frá í morgun hafa HS Veitur óskað eftir því að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Vestmannaeyjum. Í tilkynningu frá HS Veitum segir að mikilvægt sé að ráðist verði í viðgerð á vatnslögninni sem verði kostnaðarsöm en tekjur vatnsveitunnar munu ekki standa undir þeim kostnaði. Ekki liggur fyrir hvort bætur fáist […]
SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2023

SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2023. Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Allir þeir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með einhverjum […]
Vilja að bærinn borgi

HS Veitur hafa óskað eftir því að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í umfjöllun mbl.is í dag. Þar segir jafnframt í svari HS Veitna til Morgunblaðsins að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar við viðgerðirnar. Þá ábyrgð hafi bærinn ekki axlað og vísað […]
Georg Eiður – Saga Landeyjahafnar

Það eru mikil vonbrigði að ráðherra skyldi ekki komast til Eyja til þess að mæta á fundinn í kvöld, en svona til gamans, hvernig er saga Landeyjahafnar út frá mínu sjónarmiði? Ég tók þátt í bæjarstjórnarkosningunum vorið 2006 og fékk þá á mig þessa spurningu: Hvort myndir þú vilja göng, Landeyjahöfn eða nýja, hraðskreiðari ferju […]