Mjög lítið dýpi

User comments

Niðurstöður mælinga í Landeyjahöfn liggja fyrir og ljóst er að dýpið er mjög lítið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér að neðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að til að Herjólfur geti siglt til Landeyjahafnar eftir sjávarföllum þarf bæði sjávarstaða að hækka frá því sem nú er […]

Áhugaverðum hafrannsóknum stýrt frá Vestmannaeyjum

Næsta sumar verða Vestmannaeyjar miðstöð umfangsmikilla rannsókna í hafinu suður af Eyjum. Ætlunin er að nota fjarstýrða kafbáta hlaðna hátæknibúnaði sem eiga að taka margskonar sýni úr sjónum og greina þau um leið. Bátarnir þurfa að koma upp á yfirborðið einu sinni á sólarhring til að senda gögn í gegn um gervihnött til rannsóknaskips á […]

Spænskur miðjumaður til liðs við ÍBV

Vicente Valor-ibvsp

Spænski knattspyrnumaðurinn Vicente Valor hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild karla í sumar, samningurinn gildir til loka árs 2025, að því er segir í tilkynningu frá deildinni. Valor sem er 26 ára gamall miðjumaður hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum síðasta árið en þar hefur […]

Systur semja við ÍBV

ibv_stort_logo-38.png

Knattspyrnukonan unga Helena Hekla Hlynsdóttir verður áfram leikmaður ÍBV en hún skrifaði undir samning sem gildir til loka árs 2025. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV. Helena lék seinni hluta tímabilsins með ÍBV á síðustu leiktíð eftir að hafa áður leikið með liðinu í 3. flokki. Hún er 20 ára leikmaður sem getur leikið […]

„Er styrkur en ekki laun“ 

Heimgreiðslur Vestmannaeyjabæjar hafa verið til umræðu hjá þeim hópi fólks sem bíður eftir leikskólaplássum fyrir börn sín. Eyjar.net fjallaði um málið fyrir helgi og ræddi málið í gær við varaformann fræðsluráðs og má sjá þær umfjallanir hér að neðan. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net í dag að vegna […]

Kanna dýpið og Álfsnes á leiðinni

Dýpi í Landeyjahöfn kemur til með að vera mælt í hádeginu í dag og gert er ráð fyrir að fá niðurstöður mælinga fljótlega eftir hádegi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér í morgunn. Þar kemur einnig fram að Álfsnes er nú á leið til Landeyjahafnar og er útlit til dýpkunar gott […]

Dýpið mælt í hádeginu

Alfsnes_DSC_1851

Dýpi í Landeyjahöfn kemur til með að vera mælt í hádeginu í dag og gerum við ráð fyrir að fá niðurstöður mælinga fljótlega eftir hádegi. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Álfsnes er nú á leið til Landeyjahafnar og er útlit til dýpkunar gott næstu daga. Ef dýpi er nægt og ef dýpkun gengur […]

Fengu 348 fyrirspurnir frá einum einstaklingi

Fyrirspurnir til Vestmannaeyjabæjar 2023 voru til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Fjöldi formlegra fyrirspurna til Vestmannaeyjabæjar er varðar hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félags í eigu þess var 348 á árinu 2023 og bárust þær frá einum einstaklingi. Sá tími sem fór í svara fyrirspurnunum jafngildir u.þ.b. hálfu stöðugildi starfsmanns allt árið. […]

Ríkið greiðir 60%

Nausth_horgeyrarg_IMG_4834

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í liðinni viku var samgönguáætlun 2024-2028 á dagskrá. Á fundinum lagði Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri fram bréf frá Vegagerðinni er varðar fjárveitingu til hafnarframkvæmda 2024. Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið feli framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs framgang málsins og staðfesta við Vegagerðina að hafnarsjóður muni standa undir heimahluta framkvæmdakostnaðar. Hér […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.