Niðurstöður mælinga í Landeyjahöfn liggja fyrir og ljóst er að dýpið er mjög lítið eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér að neðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf.
Þar segir jafnframt að til að Herjólfur geti siglt til Landeyjahafnar eftir sjávarföllum þarf bæði sjávarstaða að hækka frá því sem nú er og árangur þarf að nást í dýpkun.
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar skv. eftirfarandi áætlun þriðjudag og miðvikudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00 og 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl 10:45 og 19:45.
Tilkynning varðandi siglingar á fimmtudag verður gefin út eftir hádegi á miðvikudaginn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst