Segja Landeyjahöfn vera á réttum stað

Að byggja höfn á útsettri sandströnd er ekki sjálfsagt mál. Af þeirri ástæðu hefur mest alla Íslandssöguna verið hafnleysi frá Höfn í Hornafirði allt vestur til Þorlákshafnar. Eigi að síður var ráðist í að byggja höfn á ströndinni gegnt Vestmannaeyjum til að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Svona hefst ítarleg umfjöllun á vef Vegagerðarinnar […]
Fundað um nýja gjaldskrá

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja hefur fundað tvisvar sinnum sl. fimm daga og aðeins eitt mál á dagskrá. Það er ný gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs árið 2024. Á fyrri fundi ráðsins sem var þann 15. febrúar segir í fundargerð að lögð sé fram einstaklingsgjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum fyrir árið 2024. Þegar hefja á gjaldtöku […]
Tveir nýir rafstrengir til Eyja

Í dag var skrifað undir viljayfirlýsingu um orkuskipti og aukið afhendingaröryggi raforku í Vestmannaeyjum. Það voru fulltrúar frá Landsneti, ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála, HS Veitum, Vestmannaeyjabæ, Ísfélaginu, Löngu, Laxey, Vinnslustöðinni og Herjólfi sem skrifuðu undir samkomulagið í Eyjum í dag. Í tilkynningu frá Landsneti segir að á næstu áratugum sé fyrirsjáanleg verulega aukin eftirspurn […]
Tveir nýir rafstrengir til Vestmannaeyja

Á næstu áratugum er fyrirsjáanleg verulega aukin eftirspurn raforku í Vestmannaeyjum og hafa Landsnet, ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og aðilar úr atvinnulífinu í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um aukið afhendingaröryggi og leiðir í átt að fullum orkuskiptum. Til að fylgja eftir stefnu stjórnvalda þegar kemur að orkuskiptum hafa allir sem komu […]
Stór áform við höfnina

Breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035; Til að tryggja nægt athafnarými og viðlegukanta fyrir hafnarstarfsemi er unnið að nýjum valkostum fyrir nýja viðlegu- og stórskipakanta. Bæjarstjórn samþykkti þann 25. Janúar 2024 að auglýsa skipulagslýsingu sem gerir ráð fyrir nýjum reitum fyrri hafnarstarfsemi. Í Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 er nú þegar gert ráð fyrir stórskipakanti og landfyllingu fyrir […]
Þorrablót í Hamarskóla

Þorrablót var haldið í Hamarsskóla í gær. Þar fengu nemendur á Víkinni og í 1.-4.bekk að smakka þorramat. Á heimasíðu Grunnskóla Vestmannaeyja kemur fram að “matinn fengum við gefins frá Akóges og þökkum við þeim kærlega fyrir.” Nemendur voru duglegir að smakka og skemmtileg stemning var í húsi þar sem Jarl tók með þeim þorravísur […]
Guðlaugur Þór kl. 12 og Þórdís Kolbrún kl. 20 í Ásgarði

Þriðjudagar eru flugferðadagar okkar Eyjamanna og munu tveir ráðherra í ríkisstjórn Íslands nýta sér það á morgun, þriðjudaginn 20. febrúar og eiga fundi við okkur í Ásgarði. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra hittir okkur á súpufundi í hádeginu, kl. 12:00 og ræðir við okkur sína málaflokka sem og flokksstarfið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, […]
Lexie Knox og Natalie Viggiano til ÍBV

Bandarísku knattspyrnukonurnar Lexie Knox og Natalie Viggiano hafa skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og mun því koma til með að spila með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Lexie er 25 ára varnarmaður sem hefur leikið í Noregi, Albaníu og einnig í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún var lykilmaður í albanska liðinu Vllaznia sem tryggði […]