Addi í London var á staðnum

Eld­gos hófst á Reykja­nesskaga í gærkvöldi og er talið það öflugasta frá byrjun jarðeldanna.  Gosið braust út á Sund­hnúkagígaröðinni á milli Haga­fells og Stóra-Skóg­fells, frem­ur nær Stóra-Skóg­felli, á svipuðum stað og gosið sem varð 8. fe­brú­ar. Á vef­mynda­vél mbl.is má sjá að gosið hófst klukk­an 20.23. Greint var frá gos­inu á mbl.is mín­útu síðar. Okkar […]

Efnahagsbati í Bandaríkjunum örvar markað fyrir fisk

„Umskiptin sem ég sá og skynjaði í bandarísku samfélagi komu þægilega á óvart og lofa góðu. Deyfð, drungi og samdráttareinkenni í efnahagslífi í Boston og nágrenni í mars í fyrra höfðu vikið fyrir mjög auknum umsvifum og bjartsýni. Ég kom því heim núna með allt aðra og betri tilfinningu í maganum en gera mátti ráð […]

Öruggur sigur ÍBV – myndir

DSC_5134

Næstsíðasta umferð Olís deildar hvenna var leikin í gærkvöld. ÍBV vann þá Fram með sex marka mun, 29:23, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15. ÍBV var öruggt í fjórða sæti deildarinnar fyrir leikinn, og hafði því að litlu að keppa. Óskar Pétur Friðriksson tók meðfylgjandi myndir í gær. (meira…)

Eló í öðru sæti

DSC_9214

Eyjamenn áttu tvö atriði í úrslitum Músíktilrauna sem fram fóru í gær. Annars vegar var það stelpnabandið Þögn og hins vegar Elísabet Guðnadóttir (Eló). Elísabet varð í öðru sæti keppninar og hlaut auk þess höfundaverðlaun FTT. Frábær árangur hjá þessari efnilegu tónlistarkonu sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Vampíra í fyrsta sæti Músíktilraunirnar […]

Ófært í Landeyjahöfn

DSC_1121

Því miður er ófært til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar og aðstæðna í höfninni. Herjólfur siglir því fyrri ferð dagsins til Þorlákshafnar, að því er segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 09:30. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 13:00. (Áður ferð kl. 10:45). Farþegar sem áttu bókað kl. 12:00, 13:15 eru beðnir um að hafa […]

Innviðaráðuneytið hefur milligöngu um viðgerð á vatnslögn

Tjón á neysluvatnslögn var meðal þess sem var á dagskrá bæjarráðs í vikunni sem leið. Fram kom að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa verið í samtali við innviðaráðuneytið sem mun hafa milligöngu um tvíhliða viljayfirlýsingu vegna viðgerðar á tjónuðu vatnslögninni og lagningu nýrrar vatnsleiðslu í samráði við HS Veitur. Einnig verður unnið að frekari framtíðarsýn fyrir vatnsveituna […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.