Blása af síðustu ferð dagsins

Herjólfsferð

Í dag stóð til að fara sjö ferðir í Landeyjahöfn í fyrsta sinn í langan tíma. Ekki gekk það þó upp því fella þarf niður síðustu ferð dagsins. Ölduhæð fer hækkandi og töluvert hvassviðri Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að ferðir kl. 22:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 23:15 frá Landeyjahöfn í kvöld falli niður […]

Mikilvægur leikur þegar ÍBV tekur á móti Fram

Næst síðasta umferð Olísdeildar karla verður leikin í kvöld og fer öll fram á sama tíma, kl.19.30. ÍBV tekur á móti Fram á heimavelli og má búast við hörkuleik. Eyjamenn eru í fjórða sæti með 26 stig en Fram í því sjötta með 21 stig. Með sigri í kvöld styrkir ÍBV stöðu sína í fjórða […]

28 tíma að fylla

hift_bergur_DSC_2920

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE héldu báðir til veiða eftir miðnætti sl. föstudag og komu inn til Eyja með fullfermi af gullfallegum stórþorski klukkan fjögur aðfaranótt páskadags. Veiðiferð beggja skipa tók því 28 klukkustundir. Landað var úr skipunum í gærmorgun og fór aflinn til saltfiskvinnslu Vísis í Helguvík. Að lokinni löndun var haldið til […]

Lions – Tímamót á 50 ára afmæli

Fjórða útgáfa Tímamóta er nú komin út í tilefni stórafmælis Lionsklúbbs Vestmannaeyja. Blaðið er helgað starfsemi  og sögu Lionsklúbbsins í fimmtíu ár.   Vonandi verður lesandinn fróðari um Lions og Lionshreyfinguna og  hverju hún hefur náð að áorka á þessum árum. Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur þrisvar sinnum áður gefið út blöð undir nafninu Tímamót. Þau voru gefin […]

VSV: Framkvæmdir í fullum gangi

vsv_framkv_0324_hbh

Miklar framkvæmdir standa yfir hjá Vinnslustöðinni. Til að hýsa alla iðnaðarmenn sem að verkunum koma var brugðið á það ráð að reisa vinnubúðir á Lifrasamlagslóðinni sunnan við Vinnslustöðina. Framkvæmdir hófust í haust við nýtt tveggja hæða steinhús á tveimur hæðum á Vinnslustöðvarreitnum, alls um 5.600 fermetra, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun […]

Högg upp á tíu til tólf milljarða fyrir Vestmannaeyjar

„Ljóst er að loðnubresturinn í ár er þungt högg fyrir landið allt því venjuleg vertíð skilar um 30 milljörðum í þjóðarbúið. „Hafró virðist hafa týnt loðnunni sem þeir fundu í haust. Ég skil ekki af hverju, miðað við verðmætin sem eru undir, að ríkið setji ekki meiri pening og kraft í loðnuleit. Loðna skiptir verulegu […]

ÍBV fær Fram í heimsókn

DSC_4404

Næst síðasta umferð Olís deildar karla verður leikin í kvöld. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Fram. Eyjaliðið í fjórða sæti með 26 stig en Fram í því sjötta með 21 stig. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.30. Leikir 21. umferðar: þri. 02. apr. 24 19:30 21 TM Höllin Stjarnan – HK – þri. 02. apr. 24 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.