Gleðilegt sumar 2024

Lundinn settist upp þann 17. sem er í samræmi við venjuna, sem er ca. 13.-20. apríl. Reyndar hafði ég ekkert kíkt eftir honum áður enda var mjög kalt og þann 16. voru fjöllin hvít af snjó, en lundinn er nú harður af sér og getur vel verið að hann hafi komið eitthvað fyrr, en ég […]
Fyrsta hátíð sumarsins framundan

Nú er sumarið að ganga í garð og þá hefjast hátíðarhöld í Eyjum. Fyrsta hátíð sumarsins hefst einmitt í annan dag sumars, þegar tónlistahátíðin Hljómey verður sett. Að sögn Guðmundar Jóhanns Árnasonar, forsprakka hátíðarinnar hefur undirbúningur gengið mjög vel. „Lokadrög að dagskránni verða vonandi birt á morgun, sunnudag. Það seldist upp á 6 tímum á […]
Þjónusta fyrirtæki innanlands og utan

Í kófinu opnuðust augu margra fyrir möguleikum fjarvinnu. Kom það ekki til af góðu, fjöldatakmarkanir, boð og bönn og lokanir sem settu skorður á rekstur fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Fjarvinna var ekki ný af nálinni en til að bjarga því sem bjargað varð byrjaði fólk að vinna heima. Það gafst vel og hefur […]
Aðalfundi ÍBV frestað

Búið er að fresta aðalfundi ÍBV-íþróttafélags, sem upphaflega var auglýstur þann 1.maí nk. Ný dagsetning er fimmtudaginn 9. maí kl 18:00 í Týsheimilinu. Fram kemur í auglýsingu á vef félagsins í dag að framboð til aðalstjórnar skulu hafa borist til framkvæmdastjóra félagsins minnst 10 dögum fyrir boðaðan fund. Tilkynningar um framboð skulu því hafa borist […]
Herjólfur fellir niður ferðir vegna árshátíðar

Herjólfur ohf. hefur gefið út skerta áætlun um næstu helgi vegna árshátíðar starfsmanna. Í tilkynningu frá félaginu segir: Breytt siglingaáætlun 27-28.apríl v/árshátíðar starfsmanna. 27.apríl Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09.30, 12:00, 14:30, 17:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15 28.apríl Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 09:30, 12:00, 14:30,17:00, 19:30, 22:00 Brottför frá Landeyjahöfn […]
Viltu hafa áhrif?

Opið er fyrir ábendingar, tillögur og styrkumsóknir vegna síðari úthlutunar “Viltu hafa áhrif 2024?” Markmið Markmiðið með styrkjunum er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á nærsamfélagið með góðum verkefnum. Fjölmargar góðar umsóknir og ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. Má […]
Setja metnað í plokkdaginn 2024

Stóri plokkdagurinn er sunnudaginn 28. apríl málið var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni. Veturinn hefur verið vindasamur og mikið hefur fokið til. Vestmannaeyjabær hyggst setja metnað í plokkdaginn 2024 og standar fyrir sameiginlegu átaki sem mun enda með að boðið verður uppá grillveislu á Stakkagerðistúni. Einnig hvetur bærinn til sérstaks átaks […]
Katrín býður til hádegisfundar á Einsa Kalda

Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, býður til súpufundar og samtals á veitingastaðnum Einsa Kalda í Vestmannaeyjum, mánudaginn 22. apríl klukkan 12.00. Allir Eyjamenn eru velkomnir á fundinn. Katrín mun jafnframt heimsækja fólk og fyrirtæki í Eyjum þennan mánudag, áður en hún heldur til lands að nýju. (meira…)