Malbikað í botni

Langþráðar malbikunarframkvæmdir hafa staðið yfir undanfarna daga í botni Friðarhafnar. Samkvæmt upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ á þessum framkvæmdum að ljúka í dag. Halldór B. Halldórsson myndaði framkvæmdirnar í Friðarhöfn í dag. Sjón er sögu ríkari! https://eyjar.net/malbikad-i-eyjum/ (meira…)
„Lífið er meira en sjómennska“

Í nýútkominni samfélagsskýrslu Síldarvinnslunnar eru stutt viðtöl við nokkra starfsmenn fyrirtækisins og dótturfélaga. Í dag var birt viðtal við Ríkharð Zoёga Stefánsson kokk á Bergi VE á vef Síldarvinnslunnar. Ríkharður Zoëga Stefánsson er Reykvíkingur sem kom fyrst til Vestmannaeyja 14 ára gamall. Þá bjó hann hjá systur sinni í Eyjum. Hann fór aftur til Reykjavíkur […]
Beanfee og Vestmannaeyjabær slá höndum saman

Beanfee og Vestmannaeyjabær hafa samið um notkun Beanfee hugbúnaðar og aðferðafræði innan sveitarfélagsins. Frá þessu er greint á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Munu atferlisfræðingar á vegum Vestmannaeyjabæjar hafa aðgang að Beanfee til úrvinnslu mála á stigi 2 og 3 skv. lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021). Við hjá Vestmannaeyjabæ fögnum samstarfinu og hlökkum […]
Dýrmætt fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar

Á mánudaginn var greint frá því að fiskeldisfyrirtækið Laxey hafi lokið við 6 milljarða hlutafjárútboð með innkomu öflugra innlendra og erlendra fjárfesta með mikla reynslu af fiskeldi. Meðal nýrra hluthafa er Blue Future Holding sem er leiðandi fjárfestir í útboðinu. Einnig Nutreco, Seaborn, Kjartan Ólafsson og öflugt hollenskt sjávarútvegsfyrirtæki ásamt lífeyrissjóðum. Fram kom í tilkynningu […]
Ísfélagið kaupir uppsjávarskip

Ísfélag hf. hefur samið um kaup á uppsjávarskipinu Pathway. Seljandi er skoska fyrirtækið Lunar Fishing Company Limited. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísfélaginu til Kauphallarinnar. Pathway var smíðað árið 2017 í Danmörku og er 78 metra langt og 15,5 metra breitt. Kaupin eru liður í endurnýjun á skipaflota félagsins. Áætlað er að skipið verði […]
Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2024 útnefndur

Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2024 í Eldheimum á sumardaginn fyrsta, 25. apríl kl. 11:00. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun tilkynna um valið. Skólalúðrasveit Vestmannaeyja mun leika nokkur lög. Nemendur úr 7. bekk GRV sem taka þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar lesa ljóð. (meira…)
Aðgæsluveiði

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði fullfermi í Eyjum í fyrradag. Afli Bergs var mest þorskur og ýsa en afli Vestmannaeyjar var blandaðri; þorskur, ýsa, ufsi og langa. Það tók innan við sólarhring hjá skipunum að fá í sig. Heimasíða Síldarvinslunnar ræddi stuttlega við skipstjórana og létu þeir vel af sér. Jón Valgeirsson […]