Malbikað í botni

malbik_botn_fridarh_skjask_hbh_loftmynd_24_min

Langþráðar malbikunarframkvæmdir hafa staðið yfir undanfarna daga í botni Friðarhafnar. Samkvæmt upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ á þessum framkvæmdum að ljúka í dag. Halldór B. Halldórsson myndaði framkvæmdirnar í Friðarhöfn í dag. Sjón er sögu ríkari! https://eyjar.net/malbikad-i-eyjum/ (meira…)

„Lífið er meira en sjómennska“

Í nýútkominni samfélagsskýrslu Síldarvinnslunnar eru stutt viðtöl við nokkra starfsmenn fyrirtækisins og dótturfélaga. Í dag var birt viðtal við Ríkharð Zoёga Stefánsson kokk á Bergi VE á vef Síldarvinnslunnar. Ríkharður Zoëga Stefánsson er Reykvíkingur sem kom fyrst til Vestmannaeyja 14 ára gamall. Þá bjó hann hjá systur sinni í Eyjum. Hann fór aftur til Reykjavíkur […]

Beanfee og Vestmannaeyjabær slá höndum saman

Beanfee og Vestmannaeyjabær hafa samið um notkun Beanfee hugbúnaðar og aðferðafræði innan sveitarfélagsins. Frá þessu er greint á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Munu atferlisfræðingar á vegum Vestmannaeyjabæjar hafa aðgang að Beanfee til úrvinnslu mála á stigi 2 og 3 skv. lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021). Við hjá Vestmannaeyjabæ fögnum samstarfinu og hlökkum […]

Dýrmætt fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar

vidlagafj_03_24_hbh_2

Á mánudaginn var greint frá því að fiskeldisfyrirtækið Laxey hafi lokið við 6 milljarða hlutafjárútboð með innkomu öflugra innlendra og erlendra fjárfesta með mikla reynslu af fiskeldi. Meðal nýrra hluthafa er Blue Future Holding sem er leiðandi fjárfestir í útboðinu. Einnig Nutreco, Seaborn, Kjartan Ólafsson og öflugt hollenskt sjávarútvegsfyrirtæki ásamt lífeyrissjóðum. Fram kom í tilkynningu […]

Ísfélagið kaupir uppsjávarskip

Ísfélag hf. hefur samið um kaup á uppsjávarskipinu Pathway. Seljandi er skoska fyrirtækið Lunar Fishing Company Limited. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísfélaginu til Kauphallarinnar. Pathway var smíðað árið 2017 í Danmörku og er 78 metra langt og 15,5 metra breitt. Kaupin eru liður í endurnýjun á skipaflota félagsins. Áætlað er að skipið verði […]

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2024 útnefndur

Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2024 í Eldheimum á sumardaginn fyrsta, 25. apríl kl. 11:00. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun tilkynna um valið. Skólalúðrasveit Vestmannaeyja mun leika nokkur lög. Nemendur úr 7. bekk GRV sem taka þátt í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar lesa ljóð. (meira…)

Aðgæsluveiði

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði fullfermi í Eyjum í fyrradag. Afli Bergs var mest þorskur og ýsa en afli Vestmannaeyjar var blandaðri; þorskur, ýsa, ufsi og langa. Það tók innan við sólarhring hjá skipunum að fá í sig. Heimasíða Síldarvinslunnar ræddi stuttlega við skipstjórana og létu þeir vel af sér. Jón Valgeirsson […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.