Gleðilegt sumar!

Eyjar.net sendir lesendum óskir um gleðilegt sumar. Veturinn sem nú kveður var sá kaldasti í aldarfjórðung á Íslandi. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að í tilefni af sumardeginum fyrsta bjóði Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima. Opið er í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum […]
ÍBV og FH mætast öðru sinni

Annar leikur í undanúrslita-einvígi ÍBV og FH verður leikinn í dag. Leikið er í Eyjum en staðan í einvíginu er 1-0 fyrir FH-inga. Sigra þarf þrjá leiki til að tryggja sig í úrslitin. Leikurinn hefst klukkan 17.00 en “Fanzon” opnar kl. 15:30. Hamborgarar og veigar frá Ölgerðinni, segir í tilkynningu frá handknattlieksdeild ÍBV. (meira…)
Bikarslagur á Hásteinsvelli

ÍBV tekur í dag á móti Grindavík í 32-liða úrsltum Mjólkurbikarsins. Bæði lið eru í Lengjudeildinni og má því búast við baráttuleik í dag. Flautað verður til leiks á Hásteinsvelli klukkan 14.00 í dag. Fyrir þá sem ekki komast á völlinn má benda á að leikurinn verður í beinni á RÚV. (meira…)