Eyþór Daði með ÍBV út tímabilið

Eyjamaðurinn Eyþór Daði Kjartansson verður áfram í herbúðum ÍBV eftir að hafa skrifað undir samning við knattspyrnudeild til loka árs. Eyþór sem er fjölhæfur 23 ára leikmaður hefur verið að leika vel í háskólaboltanum fyrir Coastal Carolina University. Eyþór lék 5 leiki í Bestu deildinni í fyrra og skoraði í þeim leikjum eitt mark. Einnig […]
Mikill skjátími barna og ungmenna í brennidepli

Áhrif skjátíma á heilsu barna og ungmenna var til umræðu á fundi Norrænu ráðherranefndarinnar um félags- og heilbrigðismál í Stokkhólmi á dögunum. Á fundinum kom fram að meirihluti barna og ungmenna á Norðurlöndum eyðir meira en 3 klukkustundum á dag fyrir framan skjá og í sumum hópum allt að 5-6 klukkustundum. Norrænu ráðherrarnir hafa miklar áhyggjur […]
Hanna fullkominn búnað í nýtt skip VSV

Slippurinn Akureyri sem framleiðir vinnslubúnað undir merkjum DNG by Slippurinn hefur gert hönnunarsamning við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og verkfræðistofuna Skipasýn. Samningurinn felst í því að Skipasýn, sem fer með hönnun 29 metra togskips fyrir Vinnslustöðina, hannar lest skipsins á þann hátt að hægt sé að koma fyrir 250-280 kera sjálfvirku flutningskerfi frá DNG by Slippurinn. […]
Framkvæmt við höfnina

Þessa dagana er unnið að setja frárennslislagnir þvert yfir höfnina. Halldór B. Halldórsson skoðaði framkvæmdirnar. Hann sýnir okkur hér hvað fyrir augu bar í dag. https://eyjar.net/lagnir-teknar-a-land/ (meira…)
Mikið plokkað í góða veðrinu

Stóri plokkdagurinn var í gær og tóku margir til hendinni. Nýttu góða veðrið til útivistar um leið og plokkað var vítt og breitt um Heimaey. Byrjað var á Stakkó þar sem bærinn úthlutaði pokum og plokktöngum. Þaðan lagði fólk land undir fót, mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir sameinuðust um að gera Heimaey enn fallegri. […]
Konur fjárfestum í Vestmannaeyjum

Arion banki stóð fyrir fyrirlestri um fjárfestingar 11. apríl sl. í Visku. Þar var verkefnið Konur fjárfestum kynnt ásamt því sem farið var yfir grunninn að fjármálum og fjárfestingum. Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion banka og framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs, kynnti verkefnið. Að auki þá fór Snædís Ögn Flosadóttir forstöðumaður á mörkuðum Arion banka yfir grunninn að fjárfestingum, lykilhugtök […]
Aðalfundur Skógræktarfélags Vestmannaeyja

Aðalfundur Skógræktarfélags Vestmannaeyja verður haldinn í Arnardrangi, Hilmisgötu 11. Mánudaginn 6. maí klukkan 16:30. Efni fundarins: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins. 3. Ákvörðun Félagsgjalds. 4. Kosning samkvæmt Félagslögum. 5. Önnur mál. Stjórnin. (meira…)