Hanna fullkominn búnað í nýtt skip VSV
29. apríl, 2024

Slippurinn Akureyri sem framleiðir vinnslubúnað undir merkjum DNG by Slippurinn hefur gert hönnunarsamning við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og verkfræðistofuna Skipasýn.

Samningurinn felst í því að Skipasýn, sem fer með hönnun 29 metra togskips fyrir Vinnslustöðina, hannar lest skipsins á þann hátt að hægt sé að koma fyrir 250-280 kera sjálfvirku flutningskerfi frá DNG by Slippurinn. Þar að auki er hannaður vinnslubúnaður með bestu mögulegu hráefnismeðferð að leiðarljósi.

„Samstarfið við Vinnslustöðina í Vestmanneyjum og Skipasýn hefur verið mjög gott og það er sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur að koma að verkefninu svona á fyrstu stigum hönnunar. Samningurinn er rökrétt framhald af þeirri forvinnu sem hefur átt sér stað í verkefninu undanfarin misseri“ segir Magnús Blöndal sviðsstjóri Slippsins Akureyri.

Myndir:

Slippurinn Akureyri og Vinnslustöðin handsala hönnunarsamning á sjávarútvegssýningunni í Barcelona, f.v. Ásþór Sigurgeirsson, Sverrir Haraldsson, Magnús Blöndal og Sindri Viðarsson.

Sjálfvirkt lestarkerfi fyrir ferskfiskskip frá DNG by Slippurinn.

 

 

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst