ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn

ÍBV vann í kvöld góðan sigur á Selfossi á útivelli í 16. umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu. Lokatölur 0-3. ÍBV er í fjórða sæti með 25 stig, þremur stigum á eftir Fram og Gróttu í sætunum fyrir ofan og eiga Eyjastúlkur því enn möguleika á því að ná öðru sætinu, sem gefur sæti í Bestu […]
Leiðréttar tölur úr Pysjueftirlitinu

Seint í gærkvöldi var greint frá því að mikill fjöldi pysja hefði bæst við í skráninguna á lundi.is. ÞAð reyndist ekki alveg rétt. Í nýrri facebook-færslu eftirlitsins segir: Eins og okkur grunaði var toppurinn í fjölda pysja ekki raunverulegur (sjá neðra grafið). Pysjurnar eru núna 3333 talsins. Efra grafið sýnir raunverulega dreifingu. Það var Rodrigo […]
Enn fást ekki gögn um forsendur hækkunar

„Svar hefur borist frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna kæru bæjarins um tafir á afgreiðslu Orkustofnunar á beiðni um gögn. Málinu telst lokið af hálfu nefndarinnar þar sem Orkustofnun svaraði erindi bæjarins 15. júlí sl. án þess þó að afhenda umbeðin gögn,“ segir í fundargerð bæjarráðs í gær. Snýst málið um hækkanir HS veitna á gjaldskrá […]
Tekist á um geymsluhúsnæði

Á fundi bæjarráðs í gær var tekið fyrir bréf frá stjórn Þekkingarsetursins vegna geymslu í eigu Vestmannaeyjabæjar sem Setrið hefur haft afnot af sl. fimm ár. Kom fram að Vestmannaeyjabær ætlaði að nýta geymsluna til eigin nota og fór fram á það við ÞSV að geymslan verði tæmd og afhent Vestmannaeyjabæ. Í framhaldi óskaði Þekkingarsetrið […]
Fækkun farþega upp á 2,4%

Á fundi bæjarráðs í gær var upplýst að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri átti fund í gær með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna þeirra verkefna sem snúa að Vestmannaeyjaeyjum. Farið var yfir stöðuna m.a. varðandi flug, dýpkun Landeyjahafnar og hafnarframkvæmdir. Betur verður gert grein fyrir stöðunni á næsta fundi bæjarráðs. Íris gerði grein fyrir upplýsingum frá Herjólfi ohf. Um […]
Ennþá kemur mikið af pysjum í bæinn

Þegar þessi frétt er skrifuð (kl. 11.15) hafa 3601 lundapysjur verið skráðar inn í Pysjueftirlitið á lundi.is. Seint í gærkvöldi voru þær 3535 talsins, en þá kom fram á facebook-síðu eftirlitsins að þetta sé talsvert mikil aukning frá í gær (í fyrradag) þegar 3008 pysjur voru skráðar. Ennfremur segir í færslunni: „Sérstaklega þegar við skoðum […]
Samþykkt að fjölga leikskólaplássum

Leikskóla og daggæslumál voru tekin fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja nú í vikunni. Fyrir bæjarráði lágu drög að minnisblaði frá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs vegna beiðni fræðsluráðs um að koma upp annarri leikskóladeild við Kirkjugerði. Í minnisblaðinu gera framkvæmdastjórarnir grein fyrir framkvæmda-, stofn- og rekstrarkostnaði við nýja sambærilega deild og […]
Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar og að ströng skilyrði séu fyrir nýtingu þessa kostar. Vindorkuver geta haft veruleg áhrif á landslag, […]
Suðurlandsslagur á Selfossi

16. umferð Lengjudeildar kvenna hefst í dag með þremur leikjum. Á Selfossi verður Suðurlandsslagur þegar ÍBV kemur í heimsókn. ÍBV hefur aðeins verið að missa flugið eftir ágætis rispu, en liðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum og er í fjórða sæti með 22 stig. Selfoss, sem er í bullandi fallbaráttu sigraði lið Aftureldingar á útivelli […]