Allir bekkir í Hamarsskóla komnir í Kveikjum neistann

„Komandi vetur leggst vel í okkur í Hamarsskóla. Við erum þéttur og góður starfsmannahópur með bæði nýju og reynslumiklu starfsfólki. Framundan er að halda áfram með Kveikjum neistann, nú eru allir bekkir í Hamarsskóla komnir í verkefnið og mun skólinn þá einkennast af því,“ segir Anna Rós. „Við viljum halda áfram því góða starfi sem […]
Tímamót hjá Grunnskóla Vestmannaeyja

Frá og með skólaárinu sem nú er að hefjast verða Hamarsskóli og Barnaskóli Vestmannaeyja reknir sem tvær rekstrareiningar í stað einnar. Þeir munu þó vinna saman áfram undir heitinu Grunnskóli Vestmannaeyja og verða áfram með sömu stefnur og áherslur. Skólinn var settur föstudaginn 23. ágúst og hófst kennsla samkvæmt stundaskrá á mánudaginn. Eyjafréttir heyrðu í Önnu Rós […]
„Allir í skýjunum með daginn“

Í gær buðu Hollvinasamtök Hraunbúða heimilisfólkinu á Hraunbúðum á Tangann í kaffi, heitt súkkulaði, köku og svo í bíltúr um fallegu eyjuna okkar. Sagt er frá þessu á facebook-síðu samtakana. Þar segir jafnframt að þau hafi fengið blíðskaparveður og allir í skýjunum með daginn. „Við viljum þakka styrktaraðilum okkar fyrir að hjálpa okkur að gleðja […]
Ert þú tilbúin í magnaða matarupplifun?

Það gleður okkur að tilkynna að hin ótrúlega hæfileikaríka matreiðslukona Renata Zalles mun ganga til liðs við okkur í ár á Matey á veitingastaðnum Einsa kalda! Renata sem kemur upprunalega frá Bólivíu er með alþjóðlega reynslu og er hugsjónamaðurinn á bak við veitingastaðinn STUFFED í Kaupmannahöfn sem opnar í október á þessu ári. Þetta kemur […]
Toppslagur í Keflavík

Tuttugasta umferð Lengjudeildar karla hófst í gærkvöldi með jafnteflisleik Grindavíkur og Þróttar R. Í dag eru svo tveir leikir. Í fyrri leik dagsins tekur Keflavík á móti ÍBV. Liðin eru bæði í toppbaráttu. ÍBV á toppnum með 35 stig en Keflvíkingar eru í fjórða sæti 4 stigum á eftir Eyjaliðinu. Bæði þessi lið töpuðu leikjum […]