Sæti í efstu deild í sjónmáli

„Takk Grótta! Grótta 2- Fjölnir 1. En nýtt lið er komið með í baráttuna, Afturelding eftir 4-1 sigur á Njarðvík. Þeir eru með 33 stig og eiga eftir Fjölni og Afturelding,“ segir Einar Friðþjófsson, knattspyrnusérfræðingur á FB síðu sinni í gær. Þrátt fyrir tap gegn Keflavík í síðustu umferð eru Eyjamenn á toppi Lengjudeildarinnar þegar […]
40 ára tilraun sem mistókst

Nýtt kvótaár hófst í dag og mér varð hugsað til þess, að þegar kvótakerfið var sett á 1984 þá var ég aðeins 19 ára gamall og ekki byrjaður í útgerð og kannski má að mörgu leyti segja að stærsta vandamálið við að breyta þessu fáránlega kvótakerfi sé einmitt unga fólkið í dag sem einfaldlega skilur þetta […]
Stórt hrós á sjálfboðaliða ÍBV

Dagur Arnarsson komst í fréttirnar um Þjóðhátíðina, þegar að hann komst naumlega undan brettastæðu sem hrundi úr brennunni á Fjósakletti. Dagur er í genginu sem skvettir olíu á brennuna, en aðstæður voru erfiðar þetta kvöld og því hrundi brennan fram. Þá er Dagur í handboltaliði ÍBV og þar æfa menn af krafti þessa dagana enda […]
Siglt aftur til Landeyjahafnar

Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:15, 20:45, 23:15. Ef gera þarf breytingu á áætlun, þá gefum við það út um leið og það liggur fyrir, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu […]
Á lúsmýið séns í Eyjar?

Bitvargurinn lúsmý hefur herjað á landann í að verða áratug núna og er orðinn fastagestur hjá fjölmiðlum á sumrin. Mikil umræða myndast um mýið hvert sumar og þá er ekkert haldið aftur af henni á Facebook-hópnum „Lúsmý á Íslandi“ sem er með hátt í sextán þúsund meðlimi. Þar deilir fólk reynslusögum af bitum, úrræðum og […]
Andlát: Sigurður Guðmundsson

(meira…)
Íris bæjarstjóri í framboð fyrir Samfylkinguna?

Kristinn H. Guðnason, blaðamaður á DV skrifar áhugaverða grein um hugsanlega frambjóðendur Samfylkingarinnar í næstu alþingiskosningum. Flokkurinn siglir nú með himinskautum í skoðanakönnunum og ljóst að margir verða kallaðir, m.a. öflugar konur á landsbyggðinni. Kristinn nefnir Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og ritara Samfylkingarinnar. „Vert er að nefna þrjár aðrar konur sem gert hafa sig […]
Fullkominn dagur á Eyjunni fögru

Hjónaleysin Þorgerður Anna Atladóttir og Svavar Kári Grétarsson gengu í það heilaga 13. júlí í Landakirkju í Vestmannaeyjum og slógu upp mikilli veislu í Höllinni um kvöldið. Allt gert til að gera helgina sem eftirminnilegasta og einn þáttur var að fá Guðmund Guðmundsson til að mæta með brúðarbílinn eina sanna, Oldsmobile árgerð 1948 sem hann […]
Frá Manchester á Matey

„Við erum spennt að fá hina hæfileikaríka matreiðslukonu Rosie May Maguire á veitingastaðinn Slippinn á Matey sjávarréttahátíðina í Eyjum.“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Þar segir jafnframt að ferðalag Rosie í gegnum matreiðsluheiminn hafi einkennst af ástríðu hennar, forvitni og hollustu við handverkið. Hún er með BA gráðu í matreiðslulist frá háskólanum í Derby […]