Sæti í efstu deild í sjónmáli

ÍBV Þór

„Takk Grótta! Grótta 2- Fjölnir 1. En nýtt lið er komið með í baráttuna, Afturelding eftir 4-1 sigur á Njarðvík. Þeir eru með 33 stig og eiga eftir Fjölni og Afturelding,“ segir Einar Friðþjófsson, knattspyrnusérfræðingur á FB síðu sinni í gær. Þrátt fyrir tap gegn Keflavík í síðustu umferð eru Eyjamenn á toppi Lengjudeildarinnar þegar […]

40 ára tilraun sem mistókst

gea_opf

Nýtt kvótaár hófst í dag og mér varð hugsað til þess, að þegar kvótakerfið var sett á 1984 þá var ég aðeins 19 ára gamall og ekki byrjaður í útgerð og kannski má að mörgu leyti segja að stærsta vandamálið við að breyta þessu fáránlega kvótakerfi sé einmitt unga fólkið í dag sem einfaldlega skilur þetta […]

Stórt hrós á sjálfboðaliða ÍBV

Dagur Arnarsson komst í fréttirnar um Þjóðhátíðina, þegar að hann komst naumlega undan brettastæðu sem hrundi úr brennunni á Fjósakletti. Dagur er í genginu sem skvettir olíu á brennuna, en aðstæður voru erfiðar þetta kvöld og því hrundi brennan fram. Þá er Dagur í handboltaliði ÍBV og þar æfa menn af krafti þessa dagana enda […]

Siglt aftur til Landeyjahafnar

Hebbi_sjo_IMG_4978

Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:15, 20:45, 23:15. Ef gera þarf breytingu á áætlun, þá gefum við það út um leið og það liggur fyrir, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu […]

Á lúsmýið séns í Eyjar?

Bitvargurinn lúsmý hefur herjað á landann í að verða áratug núna og er orðinn fastagestur hjá fjölmiðlum á sumrin. Mikil umræða myndast um mýið hvert sumar og þá er ekkert haldið aftur af henni á Facebook-hópnum „Lúsmý á Íslandi“ sem er með hátt í sextán þúsund meðlimi. Þar deilir fólk reynslusögum af bitum, úrræðum og […]

Íris bæjarstjóri í framboð fyrir Samfylkinguna?

Kristinn H. Guðnason, blaðamaður á DV skrifar áhugaverða grein um hugsanlega frambjóðendur Samfylkingarinnar í næstu alþingiskosningum. Flokkurinn siglir nú með himinskautum í skoðanakönnunum og ljóst að margir verða kallaðir, m.a. öflugar konur á landsbyggðinni. Kristinn nefnir Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og ritara Samfylkingarinnar. „Vert er að nefna þrjár aðrar konur sem gert hafa sig […]

Fullkominn dagur á Eyjunni fögru

Hjónaleysin Þorgerður Anna Atladóttir og Svavar Kári Grétarsson gengu í það heilaga 13. júlí í  Landakirkju í Vestmannaeyjum og slógu upp mikilli veislu í Höllinni um kvöldið. Allt gert til að gera helgina sem eftirminnilegasta og einn þáttur var að fá Guðmund Guðmundsson til að mæta með brúðarbílinn eina sanna, Oldsmobile árgerð 1948 sem hann […]

Frá Manchester á Matey

„Við erum spennt að fá hina hæfileikaríka matreiðslukonu Rosie May Maguire á veitingastaðinn Slippinn á Matey sjávarréttahátíðina í Eyjum.“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Þar segir jafnframt að ferðalag Rosie í gegnum matreiðsluheiminn hafi einkennst af ástríðu hennar, forvitni og hollustu við handverkið. Hún er með BA gráðu í matreiðslulist frá háskólanum í Derby […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.