Ný bók um alla helstu náttúruvá

Nú liggur fyrir bók eftir Ara Trausta Guðmundsson, jarðvísindamann, rihöfund og fyrrum þingmann, um náttúruvá á Íslandi, ógnir, varnir og viðbrögð. Hún er 190 síður í broti 14×20,5 cm og með fjölda mynda. Fjallar um vá af völdum jarðskjálfta, alls konar eldvirkni, alls konar ofanflóða, sjávarflóða, vatnavaxta, jökulhlaupa, gróðurelda og um vá af völdum veðurlags. […]
Teymið stækkar hjá Laxey

„Carl Terblanche verður aðstoðarstöðvarstjóri áframeldis hjá Laxey!“ Þetta segir í færslu á facebook-síðu Laxey. Þar segir jafnframt að Carl hafi BS-gráðu í dýravísindum með áherslu á fiskeldi og hefur hann góða reynslu af fiskeldi. „Hann verður mikilvægur liðsauki í teyminu okkar nú þegar styttist í að fyrsti skammtur færist frá seiðastöðinni yfir í áframeldið. Carl mun […]
86 umsóknir bárust

Í vikunni rann út umsóknarfrestur til að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Alls bárust sjóðnum 86 umsóknir, skiptast umsóknir í eftirfarandi flokka, menningarverkefni og atvinnu- og nýsköpunarverkefni. Í flokk menningarverkefna bárust 63 umsóknir og 23 umsóknir í flokka atvinnu- og nýsköpunarverkefnum. Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga að allir umsækjendur muni […]
Seðlabankinn – Örlítið skref og varfærið

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í dag að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentustig. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember árið 2020 sem Seðlabankinn lækkar vextina og eru meginvextir bankans núna 9%. Hafa verið 9,25 frá því í ágúst á síðasta ári. Ástæðan er m.a. minni verðbólga sem mældist 5,4% í síðasta mánuði. Lítið […]
Rísum hærrra

Aglow samvera verður í kvöld, miðvikudag 2. október, kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Þar munu nokkrar konur segja frá því helsta sem þær heyrðu og sáu á ráðstefnu um síðustu helgi, en yfirskrift ráðstefnunnar var Rísum hærra. Þóranna er nýkomin heim frá Kirgistan og Úsbekistan og mun hún segja nokkur orð um ferðina, en meira um það seinna. Allar konur eru […]