Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í dag að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentustig. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember árið 2020 sem Seðlabankinn lækkar vextina og eru meginvextir bankans núna 9%. Hafa verið 9,25 frá því í ágúst á síðasta ári. Ástæðan er m.a. minni verðbólga sem mældist 5,4% í síðasta mánuði. Lítið skref og jákvætt en Seðlabankinn vill fara hægt í sakirnar.
„Áfram virðist hægja á efnahagsumsvifum í takt við aukið peningalegt taumhald. Þá eru vísbendingar um að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði og svartsýni heimila og fyrirtækja hefur aukist,“ segir í tilkynningu bankans og er hvatt til varkárni. Áfram þurfi að viðhalda hæfilegu aðhaldsstigi til þess að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma.
Í síðasta mánuði hækkuðu stóru bankarnir vexti sína sem ekki er til að létta róður skuldsettra heimila en til mikils er að vinna, að ná tökum á verðbólgu og að vextir lækki. Er það ein forsendan fyrir kjarasamningunum í mars á þessu ári.
Lækkun skiptir máli
„Þá er komið að lið sem skiptir mestu, sem er lækkun verðbólgu og stýrivaxta og verður helsta kjarabótin gangi hún eftir,“ sagði í viðtali í Eyjafréttum við Arnar Hjaltalín, formann Drífanda stéttarfélags um samningana í mars.
„Sem dæmi má nefna að lækkun vaxta um 1 prósent á 25 milljón króna láni skilar rúmum 400.000 krónum á ári beint í vasann. Verði lækkunin 2,5% losar það rúma milljón sem sýnir að til mikils er að vinna. Af 33 milljóna króna láni eru samsvarandi kjarabætur liðlega 530.000 krónur upp í 1.329.000 krónur.“
Þetta sýnir að hvert skref niður á við skiptir máli.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst