Lögreglan – Fjölmenn æfing á morgun

„Kæru íbúar. Á morgun, þriðjudag gætu bæjarbúar orðið varir við aukinn fjölda viðbragðsaðila á ferð um bæinn en það er tilkomið vegna fjölmennrar æfingar,“ segir í nýlegri Fésbókarfærslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. „Langoftast verða bæjarbúar ekki varir við þjálfun viðbragðsaðila en reglulega eru haldnir stærri æfingardagar sem er liður í því að vera í stakk búinn […]
Styðja við varðveislu menningarverðmæta

Vestmannaeyjabær og Stóra sviðið hafa gert með sér samstarfssamning vegna Eyjatónleika sem hafa það m.a. að markmiði að halda utan um þau miklu menningarverðmæti sem Eyjalögin eru. Samningurinn var undirritaður 4. október sl. af Guðrúnu Mary Ólafsdóttur og Bjarna Ólafi Guðmundssyni fyrir hönd Stóra sviðsins, Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra og Kára Bjarnasyni, safnstjóra Safnahúss. Þetta kemur […]
Malbikað víða um bæinn

Malbikun stendur yfir víðsvegar um bæinn í dag og á morgun, 7. og 8. október. Í tilkynningu á vef bæjarins segir að malbikun standi yfir við Sorpu, á Strandvegi við Strandveg 101, við Skansveg neðan við Fesbrekku og við gatnamót Strandvegar og Hlíðarvegar. Vegna malbikunar er móttökustöð Kubbs því lokuð í dag og einnig Skansvegurinn […]
Dýpkun að hefjast í Landeyjahöfn

„Það þarf á fjarlægja milli 5.000-10.000 m³ úr hafnarmynninu á næstu dögum, taka dýpið úr -7,0 í -8,0m.“ Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar aðspurður um hvernig staðan sé á dýpi í Landeyjahöfn. Álfsnes, dýpkunarskip Björgunar hóf dælingu í höfninni í gær en þurfti samkvæmt heimildum Eyjafrétta að hætta dýpkun vegna bilunar og kom […]
Unnu rúmar 5 milljónir

Tveir tipparar gerðu sér lítið fyrir og voru með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Annar tipparinn keypti kerfisseðil með sex tvítryggðum leikjum sem kostaði 390 krónur og skilaði vinningi uppá 5,3 milljónir króna. Hinn tipparinn keypti venjulegan seðil þar sem hann tvítryggði líka sex leiki og kostaði miðinn 832 krónur. Vinningurinn sem […]
Ákalli svarað

Í síðustu viku birtust á vef Eyjafrétta þrjár fréttir sem vöktu athygli mína svo um munaði. Ég get því ekki annað en brugðist við ákalli ritstjóra Eyjafrétta og stungið niður penna. Fyrsta fréttin snerist um að Eyjapresturinn Ólafur Jóhann Borgþórsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Gárungarnir voru ekki lengi að setja saman brandara um […]
September betri en í fyrra

„Í september flutti Herjólfur 35.836 farþega sem eru 7% fleiri farþegar en fluttir voru í september í fyrra.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs er hann var spurður um farþegafjölda ferjunnar í síðasta mánuði. Í september í fyrra voru farþegarnir 33.393 talsins. Hann segir jafnframt að fyrstu níu mánuði ársins hafi Herjólfur flutt 380.429 farþega […]