„Það þarf á fjarlægja milli 5.000-10.000 m³ úr hafnarmynninu á næstu dögum, taka dýpið úr -7,0 í -8,0m.“ Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar aðspurður um hvernig staðan sé á dýpi í Landeyjahöfn. Álfsnes, dýpkunarskip Björgunar hóf dælingu í höfninni í gær en þurfti samkvæmt heimildum Eyjafrétta að hætta dýpkun vegna bilunar og kom skipið til Eyja síðdegis í gær til viðgerðar.
Að sögn G. Péturs gefur veðurspá ekki til kynna að það verði nein breyting á dýpi næstu tvær vikurnar. „Það er stefnt er að því að mæla dýpið við garðana í dag til að sjá hversu mikill sandur er við garðana utan hafnar.“ segir hann.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst