„Ótrúlegur hraði“

Vel gengur hjá iðnaðarmönnunum sem byggja upp á Vinnslustöðvarreitnum. Húsið verður tveggja hæða um 5.600 fermetrar og mun hýsa saltfiskvinnslu á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. „Í dag var steyptur annar hluti af þremur í plötunni. Þeir stefna svo á að steypa þriðja partinn í næstu viku.“ segir Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri […]
80% hækkun á Eyjamenn á fimm árum

Rafkyntar fjarvarmaveitur, sem nota rafmagn eða eldsneyti til að hita vatn til sölu um dreifikerfi veitunnar, eru reknar af Orkubúi Vestfjarða, RARIK á Seyðisfirði og HS Veitum í Vestmannaeyjum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram fyrirspurn í byrjun sumars um húshitunarkostnað, gjaldskrá veitufyrirtækja og breytingu á gjaldskrá hjá rafkyntum veitum til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. […]
Samið um fjármögnun

Arion banki og Laxey hafa undirritað samning um fjármögnun. Samstarf félaganna mun styðja við áform Laxey um að starfrækja fiskeldisstöð á landi í Vestmannaeyjum. Samkomulagið er mikilvægur þáttur í langtímarekstri Laxey og styður við áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins. Samstarfið undirstrikar skuldbindingu Laxey til uppbyggingar fiskeldis í Vestmannaeyjum með sjálfbærni- og umhverfissjónarmið að leiðarljósi, segir í tilkynningu […]
Ný staðföng á ljósleiðaraneti Eyglóar

Vegna mistaka urðu fimm staðföng eftir við tengingu á ljósleiðaranum í nokkrum götum. Þessi fimm staðföng eru nú klár til tenginga. Eygló ehf. biður eigendur þessara húsa afsökunar á þeirri töf sem þeir hafa orðið fyrir á möguleika á ljósleiðaratengingu, umfram aðra húseigendur í þessum götum. Birkihlíð 4, Kirkjuvegur 65, Heimagata 30, Heimagata 35, Sólhlíð […]
Stóra Lundaballið

Veiðifélagið Heimaey mun halda “Stóra lundaballið” í ár þann 16.nóvember nk. Eins og allir vita þá er hringur í framkvæmd lundaballa og þurfa Eyjamenn að bíða í 7 erfið ár eftir Stóra Lundaballinu og þola léleg og þreytandi lundaböll 6 ár í röð frá Hellisey, Suðurey, Álsey, Bjarnarey, Brandinum og Elliðaey. Það er einlæg ósk […]