Ísleifur kveður Ísland

Síðdegis í dag hélt áhöfn Ísleifs VE úr heimahöfn. Ferðin markar tímamót þar sem siglt verður með skipið utan til niðurrifs. Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri segir í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn að ferðinni sé heitið til Esbjerg í Danmörku. „Þetta eru um 1000 mílur. Við áætlum að vera fjóra sólarhringa á leiðinni.” segir hann. Undanfarnar vikur hefur verið […]
Skulu upplýsa um launakjör framkvæmdastjóra

Í lok september kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í máli er varðar ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um að synja beiðni um aðgang að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra félagsins og útgerðarstjóra þess. Beiðnin var lögð fram 4. mars 2024 og henni synjað 16. apríl sama ár, með þeim rökum að gögnin féllu undir 1. málsl. 1. mgr. […]
Niðurgreiðsla ríkisins hækkar

Niðurgreiðsla ríkisins á vatni frá kyntum hitaveitum hækkar frá og með 1. október og á það við um viðskiptavini HS Veitna í Vestmannaeyjum. Í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins segir að áskoranir hafi verið í rekstrinum tengt auknum orku- og flutningskostnaði til framleiðslunnar. Segir ennfremur að yfir 90% af kostnaði við heitavatnframleiðslu séu orkukaup og hefur […]
Jóný hannar Hljómeyjarplattann

Síðastliðið vor þegar undirbúningur Hljómeyjar var í fullum gangi kom upp sú hugmynd af færa þeim húsráðendum sem hafa opnað stofur sínar þakklætisvott fyrir þeirra framlag til Hljómeyjar-hátíðarinnar. Hljómeyjarbræður fóru af stað og hittu listakonuna Jóný til að bera undir hana hvort við gætum unnið saman til að útbúa einstakt listaverk fyrir hvern og einn. […]