Karlar í skúrum – myndband

Skúrinn01

Í dag var formleg opnun verkefnisins “Karlar í skúrum” á Hraunbúðum. Tilgangurinn er að auka lífsgæði karla í gegnum handverk, tómstundir og samveru. Handverk auðveldi körlum að tengjast og spjalla í glæsilegri aðstöðu í kjallara Hraunbúða, búin fullkomnum tækjabúnaði fyrir allt handverk. Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur farið fyrir verkefninu og er fyrirmyndin m.a. sótt til Hafnarfjarðar […]

„Á mettíma í haustrallinu”

20241016 143943

Haustralli Hafrannsóknastofnunar er lokið, en tvö skip Vinnslustöðvarinnar rölluðu í kringum landið ásamt rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Breki VE var á djúpslóð, en Þórunn Sveinsdóttir á grunnslóð. Valur Bogason, sjávarvistfræðingur var leiðangursstjóri á Þórunni Sveinsdóttur. „Leiðangurinn á  Þórunni gekk mjög vel og voru veðurguðirnir okkur mjög hliðhollir og vorum við á mettíma í haustrallinu á grunnslóð, […]

Mikið um dýrðir á Safnahelgi

Það verður mikið um dýrðir á komandi Safnahelgi enda 20 ár frá því hún var fyrst haldin. Nú er um að gera að taka dagana frá og njóta menningarveislunnar sem framundan er, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Safnahelgin verður dagana 31. október – 3. nóvember. Dagskrá Fimmtudaginn 31. október SAFNAHÚS Kl. 13:30-14:30  Á ljósmyndadeginum sýnum við […]

Karlar í skúrum – Fjölmenni við opnun

Fjölmennt var þegar aðstaðan, Karlar í skúrum var opnuð formlega við  hátíðlega athöfn á Hraunbúðum í dag. Tilgangurinn er að auka lífsgæði karla í gegnum handverk, tómstundir og samveru. Handverk auðveldi körlum að tengjast og spjalla í glæsilegri aðstöðu í kjallara Hraunbúða, búin fullkomnum tækjabúnaði fyrir allt handverk. Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur farið fyrir verkefninu og […]

Herjólfur: Frátafir í kvöld

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að Herjólfur stefni til Landeyjahafnar samkvæmt eftirfarandi áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 17:00.  Brottför frá Landeyjahöfn kl 20:15 (áður 20:45) Eftirfarandi ferðir falla niður: Frá Vestmannaeyjum kl 19:30 og 22:00. Frá Landeyjahöfn kl 18:15 og 23:15. Hvað varðar siglingar laugardaginn 19. október. Verður gefin út tilkynning fyrir kl 06:00 […]

Halla Hrund leiðir lista Framsóknar í Suðurkjördæmi

DSC_9994

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, hefur í yfirlýsingu ákveðið að færa sig niður í annað sæti framboðslistans Framsóknar í Suðurkjördæmi. Sigurður Ingi segir í yfirlýsingu að formaður sem ekki leggi ekki sjálfan sig að veði fyrir flokkinn sinn sé ekki sannur leiðtogi. Sigurður Ingi býður Höllu Hrund Logadóttur velkomna í öflugan hóp Framsóknarfólks og í […]

Áhersla lögð á ýsuveiði

Bergur VE kom til löndunar í Neskaupstað í gærmorgun og í kjölfarið kom Vestmannaey VE. Afli skipanna var mestmegnis ýsa en einnig dálítill þorskur. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að veitt hafi verið út af Austfjörðum í fínasta veðri. „Við byrjuðum á Glettingi og fengum þar ágætt af ýsu. Síðan var haldið á Gerpsiflak […]

Hrekkjavökuföndur á bókasafninu

Bókasafnið stendur fyrir hrekkjavökuföndri þann 19. október, á milli kl. 12-15. Öllum er boðið að koma og föndra hrekkjavökuskreytingar til að taka með sér heim. Skemmtilegt föndur fyrir alla fjölskylduna. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er Bókasafnið komið í ansi skemmtilegan hrekkjavökubúning. (meira…)

Karlar í skúrum og góðir gestir

Formleg opnum aðstöðu verkefnisins KARLAR Í SKÚRUM í Vestmannaeyjum verður í sal dagdvalarinnar á Hraunbúðum í dag, föstudaginn 18. október kl. 14.30. Eyjamenn eru hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið. Gestir frá Hafnarfirði og Mosfellsbæ mæta og kynna starfsemina í sínum klúbbum. Örn Ragnarsson formaður félags trérennismiða á Íslandi mætir og segir frá […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.