Skemmtilegur vinnustaður og margt að gerast

„Ég byrjaði hjá Laxey í ágúst í fyrra. Áður rak ég vínbar í tæp þrjú ár, var framkvæmdastjóri Gríms kokks og vann hjá Fiskistofu þar á undan. Auk þess hef ég setið í bæjarstjórn í tæp sex ár,“ segir Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fjármálasviðs. „Það er mjög spennandi að fá að vera með í svo […]

Hvítur regnbogi

Hann var all sérstakur regnboginn sem myndaðist fyrr í dag. Ljósmyndari Eyjafrétta hafði orð á því að hann hafi ekki áður séð hvítan regnboga þegar hann sendi myndirnar á ritstjórn Eyjafrétta. Guðrún Nína Petersen skrifaði um slíka regnboga á vef Veðurstofunnar árið 2021. Þar segir hún að þokubogi, eða hvítur regnbogi, líkist hefðbundnum regnboga að […]

Haukar sóttu stigin til Eyja

Eyja 3L2A0803

Lokaleikur sjöundu umferðar Olísdeildar kvenna var háður í Eyjum í dag, þegar Haukar komu í heimsókn. Gestirnir sigruðu leikinn nokkuð örugglega. Lokatölur 26-20. Nokkuð jafnræði var með liðinum í fyrri hálfleik en Haukar höfðu tveggja marka for­ystu í leikhléi, 12-10. Haukar juku svo muninn í síðari hálfleik og höfðu að lokum nokkuð öruggan sex marka […]

Ónýtt tækifæri að kynna Surtsey betur

IMG 6784

Eldheimar eru stórkostlegur gluggi inn í þann þátt sögu Eyjanna sem lýtur að eldgosum. Heimaeyjagosinu eru gerð glæsileg skil með sýningu þar sem myndir Sigurgeirs og hús Gerðar leiða áhorfendur rösk 60 ár aftur í tímann. Á efri hæðinni er saga Surtseyjargossins rakin í máli og myndum og frá upphafi hafa Eldheimar verið í nánu […]

Íbúafjöldinn kominn yfir 4700

DSC 5950

„Það eru 4724 íbúar skráðir,“ segir starfsmaður Vestmannaeyjabæjar aðspurður um íbúatölur í bæjarfélaginu í gær. Síðast þegar Eyjafréttir tóku stöðuna á íbúafjöldanum voru 4690 manns skráðir í Eyjum. Það var um miðjan júní. Það hefur því fjölgað í Eyjum um 34 á fjórum og hálfum mánuði. Nánar um íbúaþróun í Eyjum. (meira…)

Daði hringdi og þá var ekki aftur snúið

„Ég er sonur Óskars og Sigurbáru. Amma mín og afi eru Siggi Gogga og Fríða og svo Krístín Ósk og Friðbjörn. Kristín Ósk er dóttir Óskars pípara þannig að ræturnar eru í Vestmannaeyjum,“  segir Sigurður Georg Óskarsson hjá Laxey sem flutti með fjölskylduna til Eyja til að vinna í Laxey. Sigurður er véla- og orkutæknifræðingur […]

Gáfu til Landakirkju á 60 ára afmæli

DSC 2586

Vélaverkstæðið Þór var stofnað þann 1.nóvember 1964 í Vestmannaeyjum. Í gær var haldið upp á 60 ára afmæli fyrirtækisins og var boðið til afmælisfögnuðar í golfskálanum. Eigendur Þórs létu ekki þar við sitja heldur gáfu þeir hjálparstarfi Landakirkju eina milljón króna á þessum tímamótum. Stofnendur Þórs voru þeir Garðar Þ. Gíslason, Hjálmar Jónsson og Stefán […]

ChatGPT plus fær íslenskar raddir

Nýjar íslenskar raddir eru komnar inn í talgervil mállíkansins ChatGPT. Því er nú hægt að tala upphátt á íslensku við mállíkanið og fá svar til baka, á íslensku. Fyrirtækið uppfærði talgervil sinn í ChatGPT Plus í vikunni sem er nú aðgengileg öllum notendum sem greiða fyrir aðgang (Plus er kostuð útgáfa gervigreindarinnar), með betri raddvirkni […]

Sögur, söngur og sýningar

Skald St

Dagskrá Safnahelgar heldur áfram og er eitt og annað á boðstólnum í dag. Hér að neðan er farið vel yfir þá dagskráliði. Laugardagurinn 2. nóvember RÁÐHÚS Kl. 11:00-14:00 verður gestum boðið að kynna sér hinar miklu endurbætur innanstokks. SAGNHEIMAR Kl. 14:00 koma í heimsókn skáldmennin Guðmundur Andri Thorsson, Jón Kalman Stefánsson og Sindri Freysson sem kynna og […]

Fá Hauka í heimsókn

Handbolti Birna

Lokaleikur sjöundu umferðar Olísdeildar kvenna fer fram í dag. Þá fær ÍBV lið Hauka í heimsókn. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Haukar með 8 stig og ÍBV með 6 stig. Flautað verður til leiks klukkan 14.00 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í dag. (meira…)

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.