Skemmtilegur vinnustaður og margt að gerast

„Ég byrjaði hjá Laxey í ágúst í fyrra. Áður rak ég vínbar í tæp þrjú ár, var framkvæmdastjóri Gríms kokks og vann hjá Fiskistofu þar á undan. Auk þess hef ég setið í bæjarstjórn í tæp sex ár,“ segir Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fjármálasviðs. „Það er mjög spennandi að fá að vera með í svo […]
Hvítur regnbogi

Hann var all sérstakur regnboginn sem myndaðist fyrr í dag. Ljósmyndari Eyjafrétta hafði orð á því að hann hafi ekki áður séð hvítan regnboga þegar hann sendi myndirnar á ritstjórn Eyjafrétta. Guðrún Nína Petersen skrifaði um slíka regnboga á vef Veðurstofunnar árið 2021. Þar segir hún að þokubogi, eða hvítur regnbogi, líkist hefðbundnum regnboga að […]
Haukar sóttu stigin til Eyja

Lokaleikur sjöundu umferðar Olísdeildar kvenna var háður í Eyjum í dag, þegar Haukar komu í heimsókn. Gestirnir sigruðu leikinn nokkuð örugglega. Lokatölur 26-20. Nokkuð jafnræði var með liðinum í fyrri hálfleik en Haukar höfðu tveggja marka forystu í leikhléi, 12-10. Haukar juku svo muninn í síðari hálfleik og höfðu að lokum nokkuð öruggan sex marka […]
Ónýtt tækifæri að kynna Surtsey betur

Eldheimar eru stórkostlegur gluggi inn í þann þátt sögu Eyjanna sem lýtur að eldgosum. Heimaeyjagosinu eru gerð glæsileg skil með sýningu þar sem myndir Sigurgeirs og hús Gerðar leiða áhorfendur rösk 60 ár aftur í tímann. Á efri hæðinni er saga Surtseyjargossins rakin í máli og myndum og frá upphafi hafa Eldheimar verið í nánu […]
Íbúafjöldinn kominn yfir 4700

„Það eru 4724 íbúar skráðir,“ segir starfsmaður Vestmannaeyjabæjar aðspurður um íbúatölur í bæjarfélaginu í gær. Síðast þegar Eyjafréttir tóku stöðuna á íbúafjöldanum voru 4690 manns skráðir í Eyjum. Það var um miðjan júní. Það hefur því fjölgað í Eyjum um 34 á fjórum og hálfum mánuði. Nánar um íbúaþróun í Eyjum. (meira…)
Daði hringdi og þá var ekki aftur snúið

„Ég er sonur Óskars og Sigurbáru. Amma mín og afi eru Siggi Gogga og Fríða og svo Krístín Ósk og Friðbjörn. Kristín Ósk er dóttir Óskars pípara þannig að ræturnar eru í Vestmannaeyjum,“ segir Sigurður Georg Óskarsson hjá Laxey sem flutti með fjölskylduna til Eyja til að vinna í Laxey. Sigurður er véla- og orkutæknifræðingur […]
Gáfu til Landakirkju á 60 ára afmæli

Vélaverkstæðið Þór var stofnað þann 1.nóvember 1964 í Vestmannaeyjum. Í gær var haldið upp á 60 ára afmæli fyrirtækisins og var boðið til afmælisfögnuðar í golfskálanum. Eigendur Þórs létu ekki þar við sitja heldur gáfu þeir hjálparstarfi Landakirkju eina milljón króna á þessum tímamótum. Stofnendur Þórs voru þeir Garðar Þ. Gíslason, Hjálmar Jónsson og Stefán […]
ChatGPT plus fær íslenskar raddir

Nýjar íslenskar raddir eru komnar inn í talgervil mállíkansins ChatGPT. Því er nú hægt að tala upphátt á íslensku við mállíkanið og fá svar til baka, á íslensku. Fyrirtækið uppfærði talgervil sinn í ChatGPT Plus í vikunni sem er nú aðgengileg öllum notendum sem greiða fyrir aðgang (Plus er kostuð útgáfa gervigreindarinnar), með betri raddvirkni […]
Sögur, söngur og sýningar

Dagskrá Safnahelgar heldur áfram og er eitt og annað á boðstólnum í dag. Hér að neðan er farið vel yfir þá dagskráliði. Laugardagurinn 2. nóvember RÁÐHÚS Kl. 11:00-14:00 verður gestum boðið að kynna sér hinar miklu endurbætur innanstokks. SAGNHEIMAR Kl. 14:00 koma í heimsókn skáldmennin Guðmundur Andri Thorsson, Jón Kalman Stefánsson og Sindri Freysson sem kynna og […]
Fá Hauka í heimsókn

Lokaleikur sjöundu umferðar Olísdeildar kvenna fer fram í dag. Þá fær ÍBV lið Hauka í heimsókn. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Haukar með 8 stig og ÍBV með 6 stig. Flautað verður til leiks klukkan 14.00 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í dag. (meira…)