Dagskrá Safnahelgar heldur áfram og er eitt og annað á boðstólnum í dag. Hér að neðan er farið vel yfir þá dagskráliði.
Laugardagurinn 2. nóvember
RÁÐHÚS
Kl. 11:00-14:00 verður gestum boðið að kynna sér hinar miklu endurbætur innanstokks.
SAGNHEIMAR
Kl. 14:00 koma í heimsókn skáldmennin Guðmundur Andri Thorsson, Jón Kalman Stefánsson og Sindri Freysson sem kynna og lesa úr nýjum bókum sínum.
ELDHEIMAR
Kl. 20:30 Tidy Rodrigues, stórsöngkona frá Grænhöfðaeyjum mætir ásamt einvalaliði tónlistarfólks og flytur okkur söngperlur frá heimalandinu. Jafnframt verður kynning á þessum framandi eyjum sem allt of fáir þekkja. Miðasala á staðnum. Verð aðeins kr. 4.900.
Bókasafnið er með grímugerð og hrekkjavökuföndur kl. 12-15.
Einarsstofa: Sýning Bjarna Ólafs opin kl. 12-15.
Sagnheimar: Opið kl. 12-15.
Eldheimar: Opið kl. 13 30– 16 30.
Sea Life Trust býður upp á hrekkjavökuratleik 31. okt. – 2. nóv. kl. 11-16. Nánari upplýsingar á facebóksíðu þeirra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst